Skoða uppbyggingu sérstaks búsetuúrræðis fyrir flóttafólk í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 08:04 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, óskaði eftir því við Dag B. Eggertsson borgarstjóra að málið yrði tekið til umfjöllunar. Vísir Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja viðræður við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um að fundin verði staðsetning fyrir svokallaða Skjólgarða, búsetuúrræðis fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með tillögunni segir að í kjölfar þess að fólk fór að streyma hingað til lands frá Úkraínu og öðrum ríkjum hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra óskað eftir að hafinn yrði undirbúningur við að reisa sérstakar einingabyggðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Slíkt hafi verið gert í öðrum ríkjum Evrópu. Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun. „Gert er ráð fyrir að hver skjólgarður rúmi allt að 250 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir mun sjá um að óska eftir tilboðum í einingarnar sjálfar. Í bréfi ráðuneytisins segir að um tímabundin úrræði er að ræða í allt að fjögur ár,“ segir í greinargerðinni. Þá sé ætlunin að hafa í Skjólgörðum félagsrými fyrir fullorðna, félags- og kennslurými fyrir börn, aðstöðu fyrir starfsmenn og fleira. Áhersla verði þá lögð á nálægð við verslun og þjónustu og auðvelt aðgengi að almenningssamgöngum. Lóðirnar sem undir þetta fara megi þá ekki vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis. Eins og fyrr segir samþykkti Borgarráð tillöguna á síðasta fundi sínum, sem var 27. apríl. Var þar samþykkt að umhverfis- og skipulagsráði, í samráði við velferðarsvið, skóla- og frístundasvið og mannréttindaskrifstofu, yrði falið að taka tillöguna til umfjöllunar og ræða við ráðuneytið. Í undirbúningnum þurfi að kalla eftir stöðumati stjórnvalda og spár um móttöku flóttafólks, ólík búsetuúrræði og framtíðarsýn um þjónustu. Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32 „Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31 Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með tillögunni segir að í kjölfar þess að fólk fór að streyma hingað til lands frá Úkraínu og öðrum ríkjum hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra óskað eftir að hafinn yrði undirbúningur við að reisa sérstakar einingabyggðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Slíkt hafi verið gert í öðrum ríkjum Evrópu. Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun. „Gert er ráð fyrir að hver skjólgarður rúmi allt að 250 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir mun sjá um að óska eftir tilboðum í einingarnar sjálfar. Í bréfi ráðuneytisins segir að um tímabundin úrræði er að ræða í allt að fjögur ár,“ segir í greinargerðinni. Þá sé ætlunin að hafa í Skjólgörðum félagsrými fyrir fullorðna, félags- og kennslurými fyrir börn, aðstöðu fyrir starfsmenn og fleira. Áhersla verði þá lögð á nálægð við verslun og þjónustu og auðvelt aðgengi að almenningssamgöngum. Lóðirnar sem undir þetta fara megi þá ekki vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis. Eins og fyrr segir samþykkti Borgarráð tillöguna á síðasta fundi sínum, sem var 27. apríl. Var þar samþykkt að umhverfis- og skipulagsráði, í samráði við velferðarsvið, skóla- og frístundasvið og mannréttindaskrifstofu, yrði falið að taka tillöguna til umfjöllunar og ræða við ráðuneytið. Í undirbúningnum þurfi að kalla eftir stöðumati stjórnvalda og spár um móttöku flóttafólks, ólík búsetuúrræði og framtíðarsýn um þjónustu.
Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32 „Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31 Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32
„Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31
Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25