Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 11:45 Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Sjá meira
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Sjá meira
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00