Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2023 18:47 DeNiro er orðinn sjö barna faðir. Getty/Barry Brecheisen Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er. Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Í viðtali ET Canada við DeNiro vegna myndarinnar About My Father voru börn leikarans til umræðu. Þegar spyrillinn nefndi að DeNiro væri sex barna faðir var leikarinn fljótur að leiðrétta það og sagði að börnin væru sjö talsins þar sem hann væri nýbúinn að eignast barn. Hins vegar kom ekkert meira fram um barnið, hvorki nafn þess né kyn eða hver móðir þess væri. Slúðurmiðlar vestanhafs hafa varpað þeirri kenningu fram að móðir barnsins sé Tiffany Chen, Tai Chi leiðbeinandi, en orðrómar um samband hennar og DeNiro hafa gengið frá árinu 2021. Fyrir á DeNiro sex börn með þremur konum og þar að auki fjögur barnabörn. Hálfrar aldar munur milli elsta barnsins og þess yngsta Með fyrstu eiginkonu sinni, Diane Abbott, eignaðist DeNiro soninn Raphael árið 1976. Þar að auki ættleiddi hann Drenu, dóttur Abbott úr fyrra sambandi, en hún er fædd árið 1971. Það er því um hálfrar aldar munur á yngsta barni DeNiro og þeim elstu tveimur. Raphael á þrjú börn og Drena einn son svo nýjasta barn DeNiro er líka yngra en öll barnabörnin sem hann á fyrir. Með kærustu sinni Toukie Smith eignaðist DeNiro tvíburana Julian og Aaron árið 1995 og með seinni eiginkonu sinni Grace Hightower eignaðist hann soninn Elliot árið 1998 og Helen Grace árið 2011. Það má því segja að börn DeNiro séu á öllum aldri. Í viðtalinu við ET sagði DeNiro að hann væri ekki svalur faðir og minntist á að börnin ættu oft til að vera ósammála honum. Hann sagðist rífast reglulega við yngstu dóttur sína jafnvel þó hann dýrkaði hana. Þá væri eflaust von á meiri átökum með tilkomu nýjasta erfingjans.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira