Fóru yfir lokasókn Aftureldingar: „Þetta er náttúrulega skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. maí 2023 23:30 Þorsteinn Leó Gunnarsson sækir að marki Hauka. Vísir/Hulda Margrét Arnar Daði Arnarsson og Ásgeir Jónsson fóru yfir aðra umferð undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Eins og gefur að skilja var lokakaflinn í leik Hauka og Aftureldingar til umræðu. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir af leiknum voru Mosfellingar búnir að missa frá sér forystuna áður en liðið hélt í sína síðustu sókn í leiknum. Staðan var 28-28 og liðið gat því tryggt sér sigurinn með marki í lokasókninni. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fór í árás, en skot hans var varið, Haukar tóku frákastið og Brynjólfur Snær Brynjólfsson tryggði Haukum dramatískan sigur með hálfgerðu flautumarki úr hraðaupphlaupi. Margir eru þó sammála um það að brotið hafi verið á gestunum frá Mosfellsbæ í lokasókn þeirra, en ekkert var dæmt og því fór sem fór. „Förum bara í mál málanna, lokasókn Aftureldingar. Þetta fríkast, þessi lokasókn, þetta skot hjá Þorsteini Leó, þessi barningur á línunni milli Þráins og Einars Inga og svo náttúrulega þetta úrslitamark Brynjólfs,“ sagði Arnar Daði, stjórnandi Handkastsins. „Mér fannst brotið á Þrosteini ekkert vera rosalegt,“ bætti Arnar við, en hann var í stúkunni á leiknum. „En þetta brot á Einari Inga, það fór ekki fram hjá hálfum manni á Ásvöllum nema Þorleifi Árna dómara og Ramunas Mikalonis.“ „Aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins“ Ásgeir Jónsson var gestur þáttarins og hann var hálf hneykslaður á því sem hann sá þegar hann horfði á leikinn í sjónvarpinu. „Ég sagði mín skoðun á Twitter bara beint eftir leik og fyrir mér er þetta bara aukakast allar aðrar 59 mínútur leiksins. Þú getur alveg fært rök fyrir því að Andri geri vel og hann brýtur ekkert augljóslega. En hann brýtur alveg augljóslega í upphafi á árásinni og svo bakkar hann aðeins út. Hann er samt í hliðinni á honum allan tíman og í mínum bókum, byggt á minni reynslu, þá hefði þetta í öllum öðrum 59 mínútum leiksins verið aukakast.“ „Ég nenni ekki að vera að fara eitthvað að drulla yfir þá sem voru að dæma leikinn eitthvað persónulega, en það breytir ekki því að þetta er náttúrulega skandall. Það sem gerist í kjölfarið er ekkert annað en skandall,“ sagði Ásgeir. Nýjasta þátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um lokasókn Aftureldingar hafst eftir um það bil 17 mínútur. Klippa: Mikalonis og Dolli komnir í sumarfrí og lestarslys í hægri endursýningu í Eyjum
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handkastið Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira