Bankaræningjar og stjórnendur fyrirtækja Gunnar Ingi Björnsson skrifar 10. maí 2023 12:01 Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta. Núna má segja að tölvuöld hafi tekið við af gervihnattaöld. Fyrirtæki keppast við að koma gögnunum sínum í skýið og bjóða upp á stafrænar lausnir sem aldrei fyrr. Internetið tengir saman ólík kerfi, tæki og starfsstöðvar og gerir starfsmönnum kleift að sinna störfum sínum heiman frá í fjarvinnu. Þróun samtengdra tölvukerfa og lausna á netinu hefur sannarlega breytt landslagi í rekstri fyrirtækja. Sem dæmi má nefna fækkun bankaútibúa, en á síðustu árum hefur fjöldi bankaútibúa fækkað mjög. Peningaseðlum í þeim útibúum sem eftir eru hefur einnig fækkað. Það er því ekki laust við að maður hugsi til þeirra sem atvinnu höfðu af því að ræna fjármunum úr slíkum útibúum – bankaræningja. Sitja þeir bara aðgerðarlausir heima hjá sér núna? Það væri án efa gott ef svo væri en því miður er það ekki raunin. Slíkir aðilar munu alltaf elta tækifærin og í dag liggja peningarnir í netglæpum. Meðalkostnaður fyrirtækja á heimsvísu af netárás, eða tölvuglæp, árið 2022 var 4,35M USD (600 milljónir króna). Dýrustu tölvuglæpir voru framdir gegn fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum þar sem kostnaður nam að meðaltali 10M USD (1,4 milljarðar króna). Í öðru og þriðja sæti var svo fjármálageirinn og tæknigeirinn þar sem meðalkostnaður af tölvuglæp var rúmar 5M USD (700 milljónir króna). Í heild er áætlað tap íslenskra fyrirtækja á ári núna áætlað 10 milljarðar króna. https://www.ibm.com/reports/data-breach https://www.itu.int/hub/2021/06/iceland-prepares-for-next-generation-cybersecurity/ Áhugavert er að skoða hvernig kostnaður af tölvuglæpum getur dreifst á ólíka þætti. Það er nefnilega ekki þannig að kostnaður sé fyrst og fremst það sem greitt er til glæpamanna. Þvert á móti er afleiddur kostnaður eins og tap á tekjum vegna röskunar á viðskiptum, vinnutap starfsmanna, kostnaður við að koma kerfum aftur í gang, það sem telur hæst. En hvað hefur þetta með stjórnendur að gera? Jú, það er nefnilega orðið nauðsynlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa mun betri skilning á hættunni sem stafar af tölvuárásum. Í gamla daga var það í raun „einkamál tölvudeildarinnar“ hvernig kerfi voru uppsett og hvaða lausnir voru valdar. En í dag er það ekki svo gott. Stjórnendur fyrirtækja hafa lagalega skyldu til að tryggja öryggi þeirra kerfa og gagna sem þeir eru í forsvari fyrir. Lengi hefur lagalegt umhverfi á Íslandi verið á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á þessum málum. Þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum og ljóst að bæði munu lagalegar kröfur aukast ásamt faglegum kröfum um uppsetningu og varnir. Miðvikudaginn 17. maí næstkomandi verður haldin í Smárabíó ráðstefnan „Tölvuárásir á íslensk tölvukerfi. Hvert er umfang þeirra og hvað er hægt að gera árið 2023?“. Á þessari ráðstefnu verður reynt að dýpka umræðuna um netöryggi og netöryggislausnir. Að ráðstefnunni standa Exclusive Networks í samstarfi við Fortinet, SentinelOne, Thales og Infoblox en allt eru þetta leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þegar kemur til netöryggis og öryggislausna en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis fyrir skráða þátttakendur. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar fara yfir m.a.: Hvert er umfang tölvuárasa á íslensk tölvu- og upplýsingakerfi? Er munur á eðli tölvuáraása hérlendis? og erlendis? Hvernig sjá framleiðendur öryggislausna þróunina verða árið 2023 og ekki síður til framtíðar? Skráning er öllum opin en skráning fer fram á netinu. Það er óhætt að hvetja stjórnendur fyrirtækja að nýta sér þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim hættum sem rekstri fyrirtækja stafar af netárásum og tölvuglæpum. Því eins og Pálmi sagði, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og bankaræningjarnir eru búnir að finna sér ný skotmörk. Höfundur er Channel Manager hjá Exclusive Networks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta. Núna má segja að tölvuöld hafi tekið við af gervihnattaöld. Fyrirtæki keppast við að koma gögnunum sínum í skýið og bjóða upp á stafrænar lausnir sem aldrei fyrr. Internetið tengir saman ólík kerfi, tæki og starfsstöðvar og gerir starfsmönnum kleift að sinna störfum sínum heiman frá í fjarvinnu. Þróun samtengdra tölvukerfa og lausna á netinu hefur sannarlega breytt landslagi í rekstri fyrirtækja. Sem dæmi má nefna fækkun bankaútibúa, en á síðustu árum hefur fjöldi bankaútibúa fækkað mjög. Peningaseðlum í þeim útibúum sem eftir eru hefur einnig fækkað. Það er því ekki laust við að maður hugsi til þeirra sem atvinnu höfðu af því að ræna fjármunum úr slíkum útibúum – bankaræningja. Sitja þeir bara aðgerðarlausir heima hjá sér núna? Það væri án efa gott ef svo væri en því miður er það ekki raunin. Slíkir aðilar munu alltaf elta tækifærin og í dag liggja peningarnir í netglæpum. Meðalkostnaður fyrirtækja á heimsvísu af netárás, eða tölvuglæp, árið 2022 var 4,35M USD (600 milljónir króna). Dýrustu tölvuglæpir voru framdir gegn fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum þar sem kostnaður nam að meðaltali 10M USD (1,4 milljarðar króna). Í öðru og þriðja sæti var svo fjármálageirinn og tæknigeirinn þar sem meðalkostnaður af tölvuglæp var rúmar 5M USD (700 milljónir króna). Í heild er áætlað tap íslenskra fyrirtækja á ári núna áætlað 10 milljarðar króna. https://www.ibm.com/reports/data-breach https://www.itu.int/hub/2021/06/iceland-prepares-for-next-generation-cybersecurity/ Áhugavert er að skoða hvernig kostnaður af tölvuglæpum getur dreifst á ólíka þætti. Það er nefnilega ekki þannig að kostnaður sé fyrst og fremst það sem greitt er til glæpamanna. Þvert á móti er afleiddur kostnaður eins og tap á tekjum vegna röskunar á viðskiptum, vinnutap starfsmanna, kostnaður við að koma kerfum aftur í gang, það sem telur hæst. En hvað hefur þetta með stjórnendur að gera? Jú, það er nefnilega orðið nauðsynlegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að hafa mun betri skilning á hættunni sem stafar af tölvuárásum. Í gamla daga var það í raun „einkamál tölvudeildarinnar“ hvernig kerfi voru uppsett og hvaða lausnir voru valdar. En í dag er það ekki svo gott. Stjórnendur fyrirtækja hafa lagalega skyldu til að tryggja öryggi þeirra kerfa og gagna sem þeir eru í forsvari fyrir. Lengi hefur lagalegt umhverfi á Íslandi verið á eftir nágrannalöndum okkar þegar kemur að ábyrgð stjórnenda fyrirtækja á þessum málum. Þetta hefur þó verið að breytast á undanförnum árum og ljóst að bæði munu lagalegar kröfur aukast ásamt faglegum kröfum um uppsetningu og varnir. Miðvikudaginn 17. maí næstkomandi verður haldin í Smárabíó ráðstefnan „Tölvuárásir á íslensk tölvukerfi. Hvert er umfang þeirra og hvað er hægt að gera árið 2023?“. Á þessari ráðstefnu verður reynt að dýpka umræðuna um netöryggi og netöryggislausnir. Að ráðstefnunni standa Exclusive Networks í samstarfi við Fortinet, SentinelOne, Thales og Infoblox en allt eru þetta leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þegar kemur til netöryggis og öryggislausna en aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis fyrir skráða þátttakendur. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar fara yfir m.a.: Hvert er umfang tölvuárasa á íslensk tölvu- og upplýsingakerfi? Er munur á eðli tölvuáraása hérlendis? og erlendis? Hvernig sjá framleiðendur öryggislausna þróunina verða árið 2023 og ekki síður til framtíðar? Skráning er öllum opin en skráning fer fram á netinu. Það er óhætt að hvetja stjórnendur fyrirtækja að nýta sér þetta tækifæri til að dýpka skilning sinn á þeim hættum sem rekstri fyrirtækja stafar af netárásum og tölvuglæpum. Því eins og Pálmi sagði, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og bankaræningjarnir eru búnir að finna sér ný skotmörk. Höfundur er Channel Manager hjá Exclusive Networks.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun