Tækifæri tónlistarinnar Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 10. maí 2023 18:01 Í einni stærstu tónlistarviku ársins er viðeigandi að skrifa um þau risastóru skref sem við höfum tekið á Alþingi síðustu daga, í þágu íslenskt tónlistarlífs. Við höfum unnið og samþykkt ný lög um tónlist og nýja tónlistarstefnu. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskt samfélag og tónlistarlíf. Tónlist hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára og fólk nýtir hana til afþreyingar, til að hlýja sálina, græða sár eða koma sér í gírinn. Til eru fjölmargar tegundir og undirtegundir af tónlist og það þyrfti að leita lengi til að finna einstakling sem hefur ekki gaman af tónlist. Íslendingar hafa lengi framleitt eigin tónlist, og síðastliðin ár hefur íslensku tónlistarfólki fjölgað umtalsvert. Íslensk tónlist hefur skapað sér sérstöðu á heimsmælikvarða og vinsældir hennar fara aukandi, hvort sem það er á sviði rappsins, poppsins, kvikmyndatónlistar eða hvaða sviði sem er. Með fjölgandi tækifærum og fleiri einstaklingum sem framleiða hér tónlist að atvinnu er tímabært að stjórnvöld marki heildarramma fyrir málefni tónlistar, styðji við upprennandi tónlistarmenn og búi til hagstæð skilyrði til frekari sköpunar. Tónlistin er hluti af menningunni Tónlist er ríkur hluti af menningararfi hvers samfélags. Við þekkjum það vel sem Íslendingar að gömul lög mynda arfleið Íslendinga. Við tengjum við lögin og þekkjum sögurnar sem þau segja. Lögin verða hluti af ógleymanlegum augnablikum í lífi okkar. Ekki er hægt að verðleggja menningu þjóðar þó að við vitum hversu verðmæt hún er. Ásamt þessu er tónlist, eins og aðrar skapandi greinar, atvinnuskapandi. Hún skapar tónlistarmönnunum sjálfum atvinnu ásamt því að geta skapað afleidd störf. Tónlistin er mikilvæg útflutningsgrein og af henni getum við styrkt samfélagið og skapað frekari tekjur sem áður voru ekki staðar. Styrkjum stöðu íslenskrar tónlistar Í ljósi mikilvægi tónlistarinnar bæði á sviði menningar og atvinnu lagði menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fram þingsályktunartillögu um tónlistarstefnu fyrir árin 2023-2030 og frumvarp til tónlistarlaga. Málin hafa verið í umræðu hjá okkur í allsherjar- og menntamálanefnd. Nú höfum við samþykkt bæði tónlistarstefnuna og ný tónlistarlög. Markmiðið er skýrt; að mynda umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar hér á landi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði. Ný tónlistarmiðstöð Í nýjum tónlistarlögum var samþykkt að setja á stofn tónlistarmiðstöð. Markmið hennar er að vera samstarfvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, menningarstofnana, menntastofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir í málefnum tónlistar. Einnig á tónlistarmiðstöðin að hafa utanumhald með tónlistarsjóði, tónlistarfólki, fyrirtækjum, verkefnum og markaðsstarfi. Það verður spennandi að sjá áhrif tónlistarsmiðstöðvarinnar á næstu árum á íslenskt menningarlíf. Að auki tekur regluverk og styrkjakerfi hvað varðar tónlist breytingum með það að markmiði að einfalda stjórnsýslu og tryggja frekari hvata til sköpunar. Með framangreindri stefnu og lagabreytingum tryggjum við kjörskilyrði til tónlistarsköpunar, styðjum upprennandi tónlistarfólk við að finna sitt hljóð og sjáum vonandi tónlistasenuna blómstra enn frekar með áframhaldandi sköpunargleði óttaleysi við að fara nýjar leiðir í tónlist, sem hefur verið hugmyndafræði íslenskrar tónlistar í áranna raðir. Til hamingju með þessi stóru skref í þágu íslenskrar menningu og gleðilega Eurovisionviku! Undirrituð er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málanna í allsherjar- og menntamálanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Framsóknarflokkurinn Menning Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í einni stærstu tónlistarviku ársins er viðeigandi að skrifa um þau risastóru skref sem við höfum tekið á Alþingi síðustu daga, í þágu íslenskt tónlistarlífs. Við höfum unnið og samþykkt ný lög um tónlist og nýja tónlistarstefnu. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskt samfélag og tónlistarlíf. Tónlist hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára og fólk nýtir hana til afþreyingar, til að hlýja sálina, græða sár eða koma sér í gírinn. Til eru fjölmargar tegundir og undirtegundir af tónlist og það þyrfti að leita lengi til að finna einstakling sem hefur ekki gaman af tónlist. Íslendingar hafa lengi framleitt eigin tónlist, og síðastliðin ár hefur íslensku tónlistarfólki fjölgað umtalsvert. Íslensk tónlist hefur skapað sér sérstöðu á heimsmælikvarða og vinsældir hennar fara aukandi, hvort sem það er á sviði rappsins, poppsins, kvikmyndatónlistar eða hvaða sviði sem er. Með fjölgandi tækifærum og fleiri einstaklingum sem framleiða hér tónlist að atvinnu er tímabært að stjórnvöld marki heildarramma fyrir málefni tónlistar, styðji við upprennandi tónlistarmenn og búi til hagstæð skilyrði til frekari sköpunar. Tónlistin er hluti af menningunni Tónlist er ríkur hluti af menningararfi hvers samfélags. Við þekkjum það vel sem Íslendingar að gömul lög mynda arfleið Íslendinga. Við tengjum við lögin og þekkjum sögurnar sem þau segja. Lögin verða hluti af ógleymanlegum augnablikum í lífi okkar. Ekki er hægt að verðleggja menningu þjóðar þó að við vitum hversu verðmæt hún er. Ásamt þessu er tónlist, eins og aðrar skapandi greinar, atvinnuskapandi. Hún skapar tónlistarmönnunum sjálfum atvinnu ásamt því að geta skapað afleidd störf. Tónlistin er mikilvæg útflutningsgrein og af henni getum við styrkt samfélagið og skapað frekari tekjur sem áður voru ekki staðar. Styrkjum stöðu íslenskrar tónlistar Í ljósi mikilvægi tónlistarinnar bæði á sviði menningar og atvinnu lagði menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fram þingsályktunartillögu um tónlistarstefnu fyrir árin 2023-2030 og frumvarp til tónlistarlaga. Málin hafa verið í umræðu hjá okkur í allsherjar- og menntamálanefnd. Nú höfum við samþykkt bæði tónlistarstefnuna og ný tónlistarlög. Markmiðið er skýrt; að mynda umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar hér á landi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði. Ný tónlistarmiðstöð Í nýjum tónlistarlögum var samþykkt að setja á stofn tónlistarmiðstöð. Markmið hennar er að vera samstarfvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, menningarstofnana, menntastofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir í málefnum tónlistar. Einnig á tónlistarmiðstöðin að hafa utanumhald með tónlistarsjóði, tónlistarfólki, fyrirtækjum, verkefnum og markaðsstarfi. Það verður spennandi að sjá áhrif tónlistarsmiðstöðvarinnar á næstu árum á íslenskt menningarlíf. Að auki tekur regluverk og styrkjakerfi hvað varðar tónlist breytingum með það að markmiði að einfalda stjórnsýslu og tryggja frekari hvata til sköpunar. Með framangreindri stefnu og lagabreytingum tryggjum við kjörskilyrði til tónlistarsköpunar, styðjum upprennandi tónlistarfólk við að finna sitt hljóð og sjáum vonandi tónlistasenuna blómstra enn frekar með áframhaldandi sköpunargleði óttaleysi við að fara nýjar leiðir í tónlist, sem hefur verið hugmyndafræði íslenskrar tónlistar í áranna raðir. Til hamingju með þessi stóru skref í þágu íslenskrar menningu og gleðilega Eurovisionviku! Undirrituð er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málanna í allsherjar- og menntamálanefnd.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun