Sannfærður um Carrick hafi það sem þarf til að stýra Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2023 07:00 Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick að ræða málin. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, telur nær öruggt að Michael Carrick – fyrrum aðstoðarmaður Solskjær – muni stýra Man United einn daginn. Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira