„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 23:30 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður leigjendasamtakanna gefur lítið fyrir málsvörn leigusala. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira