„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 23:30 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður leigjendasamtakanna gefur lítið fyrir málsvörn leigusala. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Tilefnið er pistill Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns leigufélagsins Ölmu sem birtist á Vísi í dag. Þar segir hann meðal annars að ósanngjarnt sé að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. Alma sé á engan hátt verðleiðandi á leigumarkaðnum, með einungis fjögurra prósenta markaðshlutdeild. Segir leigendur geta hafnað hækkunum Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, ræddi pistil Gunnars Þórs í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. „Nú er það bara svo að langstærstur hluti þeirra erinda sem við fáum inn þar sem fólk er mjög hrætt um stöðu sína eru leigjendur frá Ölmu, sem eru að fá miklar hækkanatilkynningar og þetta er að hrúgast inn hjá þeim akkúrat núna.“ Guðmundur segir að Samtök leigjenda túlki húsaleigulög þannig að ef að leigusali ætli að hækka húsaleigu við núverandi eiganda þá þurfi hann að sýna leigjandanum fram á að hann þurfi þess, sé miðað við 53. grein húsaleigulaga þar sem forgangsréttur leigenda sé tryggður. „Ef leigusambandið heldur áfram þá má hann ekki hækka leigusamninginn nema hann sýni fram á að hann þurfi þess. Þá getur hann annað hvort gert það með því að líta á markaðsverð á svipaðri eign á sama stað eða sýna fram á kostnaðarauka. Þeir gera það bara ekki og ég hvet bara leigjendur Ölmu til þess að hafna hækkunum fyrirtækisins vegna þess að það er holskefla í gangi núna.“ Segir Ölmu markaðsráðandi Guðmundur segir samtökin ekki fá slík erindi vegna annarra leigufélaga. Meira og minna séu það allt leigjendur Ölmu sem leiti til samtakanna. „Þetta eru meira og minna allt leigjendur Ölmu sem að blöskrar þessar hækkanir sem eru langt umfram verðlag. Þetta félag hefur mikil áhrif,“ segir Guðmundur. „Þó að hann nefni þarna í greininni að félagið sé nú bara fjögur prósent af markaðnum, þá er þetta markaðsráðandi félag. Þetta er markaðsráðandi félag bæði varðandi þróun á húsnæðisleigu og ekkert síður þróun á fasteignaverði.“ Almennir leigusalar hækki líka Aðspurður um almenna leigusala á markaði og hvort þeirra hækkanir séu sambærilegar hækkunum Ölmu segir Guðmundur að verðlagseftirlit samtakanna sýni fram á það. „Við erum að sjá það að húsaleiga hefur hækkað tugi prósenta umfram það sem hin opinbera vísitala segir sem þýðir að hinn venjulegi leigusali hann er að fylgja þessari þróun. Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta vegna þess að það er svo mikill skortur og svo mikil samkeppni um íbúðir að leigusalar sjá tækifæri í því að hækka húsaleigu.“ Hann segir af og frá að betra ástand sé á leigumarkaði í dag heldur en áður. Tölur og kannanir sýni fram á það. „Við erum að fá hérna kannanir trekk í trekk í trekk sem sýna fram á alveg skelfilega stöðu leigenda. Skelfilega stöðu og félagslegan harm.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira