Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 18:54 Vilhjálmur Birgisson (t.v.) og Sólveig Anna Jónsdóttir (t.h.) voru bandamenn í verkalýðshreyfingunni en þau hafa deilt opinbera undanfarin misseri. Vísir/samsett Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. Tilkynnt var um úrslit atkvæðagreiðslu sem stjórn Eflingar boðaði til um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu (SGS) í dag. Rúm sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með úrsögninni. Kjörsókn var þó aðeins rétt um fimm prósent. Sólveig Anna fagnaði því að félagsfólk væri sammála forystunni um að ganga úr SGS. Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hafa skipst á skeytum opinberlega undanfarin misseri en þau voru bandamenn í valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar þangað til í vetur. Upp úr sauð þegar SGS skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem Sólveig Anna var ósátt við. Vilhjálmur var spurður að því hvort að hann tæki ákvörðun Eflingar um úrsögn persónulega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei, ég held fyrst og fremst að staðan sé þannig að ef þú gerir ekki eins og Sólveig Anna vill að aðrir eigi að gera þá verða þetta afleiðingarnar. Það er bara einfaldlega þannig. Það er svo sem það sem ég hef komist að. Ég er bara þannig gerður að ég læt ekki þvinga mig til samstarfs og fer í hluti sem eru gegn minni samvisku,“ sagði Vilhjálmur. Tillagan nærri því felld vegna dræmrar þátttöku Formaður SGS sagði að það hefði vakið athygli sína hversu dræm kjörsókn var í atkvæðagreiðslu Eflingar. Ekki hafi munað nema 34 atkvæðum að tillagan yrði felld þar sem aukinn meirihluta þyrfti til þess að samþykkja svo veigamiklar tillögur. Spurður að því hvaða áhrif úrsögn Eflingar hefði á SGS sagði Vilhjálmur alltaf verra þegar félagseiningar smækkuðu. SGS væri þó enn stærsta aðildarfélag Alþýðusambandsins með um 44 þúsund félaga. Landsbyggðarfélögin sem eftir standa ætli sér að vinna áfram þétt saman og ráðast í þau verkefni sem þarf að gera. „Efling hefur ekki viljað starfa með okkur á liðnu ári þannig að það er í raun engin breyting þar á,“ sagði Vilhjálmur. Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tilkynnt var um úrslit atkvæðagreiðslu sem stjórn Eflingar boðaði til um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu (SGS) í dag. Rúm sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með úrsögninni. Kjörsókn var þó aðeins rétt um fimm prósent. Sólveig Anna fagnaði því að félagsfólk væri sammála forystunni um að ganga úr SGS. Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hafa skipst á skeytum opinberlega undanfarin misseri en þau voru bandamenn í valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar þangað til í vetur. Upp úr sauð þegar SGS skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem Sólveig Anna var ósátt við. Vilhjálmur var spurður að því hvort að hann tæki ákvörðun Eflingar um úrsögn persónulega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei, ég held fyrst og fremst að staðan sé þannig að ef þú gerir ekki eins og Sólveig Anna vill að aðrir eigi að gera þá verða þetta afleiðingarnar. Það er bara einfaldlega þannig. Það er svo sem það sem ég hef komist að. Ég er bara þannig gerður að ég læt ekki þvinga mig til samstarfs og fer í hluti sem eru gegn minni samvisku,“ sagði Vilhjálmur. Tillagan nærri því felld vegna dræmrar þátttöku Formaður SGS sagði að það hefði vakið athygli sína hversu dræm kjörsókn var í atkvæðagreiðslu Eflingar. Ekki hafi munað nema 34 atkvæðum að tillagan yrði felld þar sem aukinn meirihluta þyrfti til þess að samþykkja svo veigamiklar tillögur. Spurður að því hvaða áhrif úrsögn Eflingar hefði á SGS sagði Vilhjálmur alltaf verra þegar félagseiningar smækkuðu. SGS væri þó enn stærsta aðildarfélag Alþýðusambandsins með um 44 þúsund félaga. Landsbyggðarfélögin sem eftir standa ætli sér að vinna áfram þétt saman og ráðast í þau verkefni sem þarf að gera. „Efling hefur ekki viljað starfa með okkur á liðnu ári þannig að það er í raun engin breyting þar á,“ sagði Vilhjálmur.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03
Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30