Gæti stefnt Trump þriðja sinni fyrir meiðyrði Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 23:50 Skjáskot úr upptöku af skýrslu sem Donald Trump gaf í tengslum við stefnu E. Jean Carroll á hendur honum vegna kynferðisofbeldis og meiðyrða. AP/Kaplan Hecker & Fink Konan sem hafði sigur gegn Donald Trump í einkamáli vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga í vikunni gæti stefnt honum aftur, nú fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á CNN í gærkvöldi. Hún segir orð sem Trump viðhafði um hana viðbjóðsleg. Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt. Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt.
Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42