„Við viljum ekki fá að sjá þessar útskýringar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2023 11:42 Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, situr í stjórn Eftirlitsnefndar EFTA. Stjórnarmaður í eftirlitsnefnd EFTA segir íslensk stjórnvöld oft gerast sek um seinagang þegar kemur að svörum við úrskurðum nefndarinnar. Nefndin fundar með stjórnvöldum hér á landi í næsta mánuði. Eftirlitsnefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu sló á puttana á íslenskum stjórnvöldum í vikunni þegar sex rökstuddir úrskurðir um brot Íslands á reglum Evrópska efnahagssvæðisins voru birtir sama dag. Sneru úrskurðirnir meðal annars að blóðmerahaldi, pásukvöð rútubílstjóra og rannsóknum á flugslysum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er fulltrúi Íslands í stjórn eftirlitsnefndarinnar. Hann segir það eiga sér eðlilega skýringu hvers vegna sex úrskurðir birtust á svo skömmum tíma. „Við vinnum bara svona. Hlutirnir vinnast yfir tímabilið. Um veturinn, þú klárar eitthvað fyrir jól og annað sem þú nærð ekki að klára fyrir jól, þá klárar þú það fyrir sumarið. Við erum með það sem við köllum pakkafund með íslenskum stjórnvöldum í byrjun júní á Íslandi. Þess vegna erum við að pressa á að við séum búin að ákveða með þessi mál sem við erum með. Erum við að fara eitthvað með þau eða erum við að loka þeim. Þess vegna er ákveðin pressa, þá geta íslensk stjórnvöld fengið ákveðinn tíma í að undirbúa sig áður en við komum,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Seinagangur vegna fámennis Hann segir íslensk stjórnvöld eiga það til að vera með seinagang í svörum sínum og úrbótum við kröfum nefndarinnar. Það sé oftast vegna flækjustigs eða fámennis í íslenskri stjórnsýslu. Þó þurfi alltaf að taka brot á reglunum alvarlega. „Ef þú brýtur reglurnar þá brýtur þú reglurnar. Svo fer það eftir sjónarhóli hvers og eins hversu alvarlegt brotið er. Til dæmis varðandi flugslysamálin, þá er hinn íslenskur háttur að segja að við vitum við hvern eigi að tala. Það sem hefur skort er að það sé sett niður á blað og útskýrt hvernig samstarf eigi að vera á milli viðbragðsaðila við slíkar aðstæður. Það er skýr lagaskylda og það er líka bara góð framkvæmd,“ segir Árni. Vilja ekki sjá neinar afsakanir Hann segir að skýringar Íslendinga séu auðvitað teknar til greina en nefndin vilji samt sem áður helst ekki fá þær. „Við viljum ekkert fá að sjá þessar útskýringar. Við viljum að þetta sé innleitt á réttum tíma og það er mjög mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Árni. Hann segir að Íslendingar megi ekki eiga von á nýjum úrskurðum frá nefndinni á næstunni en þó er alltaf haugur af málum opinn þar. „Við erum alltaf með fullt af málum opin. Erum að fylgja eftir svo mörgu á ólíkum sviðum. Við gerum úttektir í matvælaeftirliti, við gerum úttektir og skoðum ástand þess, við gerum úttektir á flugvöllum, höfnum. Við erum alltaf að skoða fullt af hlutum sem að falla undir eftirlitshlutverk okkar,“ segir Árni. EFTA Utanríkismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32 Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Eftirlitsnefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu sló á puttana á íslenskum stjórnvöldum í vikunni þegar sex rökstuddir úrskurðir um brot Íslands á reglum Evrópska efnahagssvæðisins voru birtir sama dag. Sneru úrskurðirnir meðal annars að blóðmerahaldi, pásukvöð rútubílstjóra og rannsóknum á flugslysum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er fulltrúi Íslands í stjórn eftirlitsnefndarinnar. Hann segir það eiga sér eðlilega skýringu hvers vegna sex úrskurðir birtust á svo skömmum tíma. „Við vinnum bara svona. Hlutirnir vinnast yfir tímabilið. Um veturinn, þú klárar eitthvað fyrir jól og annað sem þú nærð ekki að klára fyrir jól, þá klárar þú það fyrir sumarið. Við erum með það sem við köllum pakkafund með íslenskum stjórnvöldum í byrjun júní á Íslandi. Þess vegna erum við að pressa á að við séum búin að ákveða með þessi mál sem við erum með. Erum við að fara eitthvað með þau eða erum við að loka þeim. Þess vegna er ákveðin pressa, þá geta íslensk stjórnvöld fengið ákveðinn tíma í að undirbúa sig áður en við komum,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Seinagangur vegna fámennis Hann segir íslensk stjórnvöld eiga það til að vera með seinagang í svörum sínum og úrbótum við kröfum nefndarinnar. Það sé oftast vegna flækjustigs eða fámennis í íslenskri stjórnsýslu. Þó þurfi alltaf að taka brot á reglunum alvarlega. „Ef þú brýtur reglurnar þá brýtur þú reglurnar. Svo fer það eftir sjónarhóli hvers og eins hversu alvarlegt brotið er. Til dæmis varðandi flugslysamálin, þá er hinn íslenskur háttur að segja að við vitum við hvern eigi að tala. Það sem hefur skort er að það sé sett niður á blað og útskýrt hvernig samstarf eigi að vera á milli viðbragðsaðila við slíkar aðstæður. Það er skýr lagaskylda og það er líka bara góð framkvæmd,“ segir Árni. Vilja ekki sjá neinar afsakanir Hann segir að skýringar Íslendinga séu auðvitað teknar til greina en nefndin vilji samt sem áður helst ekki fá þær. „Við viljum ekkert fá að sjá þessar útskýringar. Við viljum að þetta sé innleitt á réttum tíma og það er mjög mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Árni. Hann segir að Íslendingar megi ekki eiga von á nýjum úrskurðum frá nefndinni á næstunni en þó er alltaf haugur af málum opinn þar. „Við erum alltaf með fullt af málum opin. Erum að fylgja eftir svo mörgu á ólíkum sviðum. Við gerum úttektir í matvælaeftirliti, við gerum úttektir og skoðum ástand þess, við gerum úttektir á flugvöllum, höfnum. Við erum alltaf að skoða fullt af hlutum sem að falla undir eftirlitshlutverk okkar,“ segir Árni.
EFTA Utanríkismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32 Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32
Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27