„Við viljum ekki fá að sjá þessar útskýringar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2023 11:42 Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, situr í stjórn Eftirlitsnefndar EFTA. Stjórnarmaður í eftirlitsnefnd EFTA segir íslensk stjórnvöld oft gerast sek um seinagang þegar kemur að svörum við úrskurðum nefndarinnar. Nefndin fundar með stjórnvöldum hér á landi í næsta mánuði. Eftirlitsnefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu sló á puttana á íslenskum stjórnvöldum í vikunni þegar sex rökstuddir úrskurðir um brot Íslands á reglum Evrópska efnahagssvæðisins voru birtir sama dag. Sneru úrskurðirnir meðal annars að blóðmerahaldi, pásukvöð rútubílstjóra og rannsóknum á flugslysum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er fulltrúi Íslands í stjórn eftirlitsnefndarinnar. Hann segir það eiga sér eðlilega skýringu hvers vegna sex úrskurðir birtust á svo skömmum tíma. „Við vinnum bara svona. Hlutirnir vinnast yfir tímabilið. Um veturinn, þú klárar eitthvað fyrir jól og annað sem þú nærð ekki að klára fyrir jól, þá klárar þú það fyrir sumarið. Við erum með það sem við köllum pakkafund með íslenskum stjórnvöldum í byrjun júní á Íslandi. Þess vegna erum við að pressa á að við séum búin að ákveða með þessi mál sem við erum með. Erum við að fara eitthvað með þau eða erum við að loka þeim. Þess vegna er ákveðin pressa, þá geta íslensk stjórnvöld fengið ákveðinn tíma í að undirbúa sig áður en við komum,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Seinagangur vegna fámennis Hann segir íslensk stjórnvöld eiga það til að vera með seinagang í svörum sínum og úrbótum við kröfum nefndarinnar. Það sé oftast vegna flækjustigs eða fámennis í íslenskri stjórnsýslu. Þó þurfi alltaf að taka brot á reglunum alvarlega. „Ef þú brýtur reglurnar þá brýtur þú reglurnar. Svo fer það eftir sjónarhóli hvers og eins hversu alvarlegt brotið er. Til dæmis varðandi flugslysamálin, þá er hinn íslenskur háttur að segja að við vitum við hvern eigi að tala. Það sem hefur skort er að það sé sett niður á blað og útskýrt hvernig samstarf eigi að vera á milli viðbragðsaðila við slíkar aðstæður. Það er skýr lagaskylda og það er líka bara góð framkvæmd,“ segir Árni. Vilja ekki sjá neinar afsakanir Hann segir að skýringar Íslendinga séu auðvitað teknar til greina en nefndin vilji samt sem áður helst ekki fá þær. „Við viljum ekkert fá að sjá þessar útskýringar. Við viljum að þetta sé innleitt á réttum tíma og það er mjög mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Árni. Hann segir að Íslendingar megi ekki eiga von á nýjum úrskurðum frá nefndinni á næstunni en þó er alltaf haugur af málum opinn þar. „Við erum alltaf með fullt af málum opin. Erum að fylgja eftir svo mörgu á ólíkum sviðum. Við gerum úttektir í matvælaeftirliti, við gerum úttektir og skoðum ástand þess, við gerum úttektir á flugvöllum, höfnum. Við erum alltaf að skoða fullt af hlutum sem að falla undir eftirlitshlutverk okkar,“ segir Árni. EFTA Utanríkismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32 Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Eftirlitsnefnd Fríverslunarsamtaka Evrópu sló á puttana á íslenskum stjórnvöldum í vikunni þegar sex rökstuddir úrskurðir um brot Íslands á reglum Evrópska efnahagssvæðisins voru birtir sama dag. Sneru úrskurðirnir meðal annars að blóðmerahaldi, pásukvöð rútubílstjóra og rannsóknum á flugslysum. Árni Páll Árnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er fulltrúi Íslands í stjórn eftirlitsnefndarinnar. Hann segir það eiga sér eðlilega skýringu hvers vegna sex úrskurðir birtust á svo skömmum tíma. „Við vinnum bara svona. Hlutirnir vinnast yfir tímabilið. Um veturinn, þú klárar eitthvað fyrir jól og annað sem þú nærð ekki að klára fyrir jól, þá klárar þú það fyrir sumarið. Við erum með það sem við köllum pakkafund með íslenskum stjórnvöldum í byrjun júní á Íslandi. Þess vegna erum við að pressa á að við séum búin að ákveða með þessi mál sem við erum með. Erum við að fara eitthvað með þau eða erum við að loka þeim. Þess vegna er ákveðin pressa, þá geta íslensk stjórnvöld fengið ákveðinn tíma í að undirbúa sig áður en við komum,“ segir Árni Páll í samtali við fréttastofu. Seinagangur vegna fámennis Hann segir íslensk stjórnvöld eiga það til að vera með seinagang í svörum sínum og úrbótum við kröfum nefndarinnar. Það sé oftast vegna flækjustigs eða fámennis í íslenskri stjórnsýslu. Þó þurfi alltaf að taka brot á reglunum alvarlega. „Ef þú brýtur reglurnar þá brýtur þú reglurnar. Svo fer það eftir sjónarhóli hvers og eins hversu alvarlegt brotið er. Til dæmis varðandi flugslysamálin, þá er hinn íslenskur háttur að segja að við vitum við hvern eigi að tala. Það sem hefur skort er að það sé sett niður á blað og útskýrt hvernig samstarf eigi að vera á milli viðbragðsaðila við slíkar aðstæður. Það er skýr lagaskylda og það er líka bara góð framkvæmd,“ segir Árni. Vilja ekki sjá neinar afsakanir Hann segir að skýringar Íslendinga séu auðvitað teknar til greina en nefndin vilji samt sem áður helst ekki fá þær. „Við viljum ekkert fá að sjá þessar útskýringar. Við viljum að þetta sé innleitt á réttum tíma og það er mjög mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Árni. Hann segir að Íslendingar megi ekki eiga von á nýjum úrskurðum frá nefndinni á næstunni en þó er alltaf haugur af málum opinn þar. „Við erum alltaf með fullt af málum opin. Erum að fylgja eftir svo mörgu á ólíkum sviðum. Við gerum úttektir í matvælaeftirliti, við gerum úttektir og skoðum ástand þess, við gerum úttektir á flugvöllum, höfnum. Við erum alltaf að skoða fullt af hlutum sem að falla undir eftirlitshlutverk okkar,“ segir Árni.
EFTA Utanríkismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32 Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 10. maí 2023 15:32
Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. 10. maí 2023 15:27