Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. maí 2023 13:30 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun