Pavel um Kára: „Við ætluðum að éta hann“ Atli Arason skrifar 12. maí 2023 23:13 Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls. Vilhelm Kári Jónsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur í fyrri hálfleik í leik Vals og Tindastóls í kvöld áður en hann var svo nánast tekinn úr leik í þeim síðari. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls sagðist hafa lagt mikla áherslu á að loka á Kára í ræðu sinni í hálfleik. „Við ætluðum að éta hann. Honum á ekki að líða vel og hann hefði getað haldið þessu áfram út leikinn ef hann vildi, því var lögð mikil áhersla á að taka hann út,“ sagði Pavel í viðtali eftir leik. Kári skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en aðeins tvö stig í þeim seinni. Tindastóll var sjö stigum undir í hálfleik áður en þeir sneru leiknum við og unnu síðari hálfleikinn með 18 stigum. „Við bæði spiluðum miklu betri vörn og þeir hættu líka að hitta,“ sagði Pavel aðspurður út í mismun á leik liðanna í hálfleikjunum tveimur. „Vörnin var ekki góð í fyrri hálfleik en við settum nógu mörg skot niður til að halda okkur inn í þessu. Þetta hefði átt að vera verra,“ bætti hann við. Tindastóll fer því í næsta leik á heimavelli sínum í Síkinu á Sauðárkróki með 2-1 forystu og getur orðið Íslandsmeistari með sigri. Næsta verkefni Pavels er að halda sínum mönnum jarðtengdum. „Hver einasti leikur hefur sína sögu. Leikir eitt og tvö skiptu engu máli núna í leik þrjú og leikur þrjú skiptir engu máli í fjórða leik, alveg sama hvað er undir. Það verður auðvitað verkefni að halda strákunum á réttum stað og það er vinnan næstu daga,“ sagði Pavel og horfði á björtu hliðarnar. „Vonandi verður það bara gott [að hafa bikarinn í húsinu] og vonandi kveikir það bara í hungrinu hjá þeim í staðinn fyrir að vekja upp einhvern ótta að þessi bikar sé á leiðinni aftur út úr því húsi. Ég vona að þeir hlaupi útum allan völlinn eins og í dag og horfa svo öðru hvoru á bikarinn, því að þeir vilja sækja hann,“ sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að endingu. Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
„Við ætluðum að éta hann. Honum á ekki að líða vel og hann hefði getað haldið þessu áfram út leikinn ef hann vildi, því var lögð mikil áhersla á að taka hann út,“ sagði Pavel í viðtali eftir leik. Kári skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en aðeins tvö stig í þeim seinni. Tindastóll var sjö stigum undir í hálfleik áður en þeir sneru leiknum við og unnu síðari hálfleikinn með 18 stigum. „Við bæði spiluðum miklu betri vörn og þeir hættu líka að hitta,“ sagði Pavel aðspurður út í mismun á leik liðanna í hálfleikjunum tveimur. „Vörnin var ekki góð í fyrri hálfleik en við settum nógu mörg skot niður til að halda okkur inn í þessu. Þetta hefði átt að vera verra,“ bætti hann við. Tindastóll fer því í næsta leik á heimavelli sínum í Síkinu á Sauðárkróki með 2-1 forystu og getur orðið Íslandsmeistari með sigri. Næsta verkefni Pavels er að halda sínum mönnum jarðtengdum. „Hver einasti leikur hefur sína sögu. Leikir eitt og tvö skiptu engu máli núna í leik þrjú og leikur þrjú skiptir engu máli í fjórða leik, alveg sama hvað er undir. Það verður auðvitað verkefni að halda strákunum á réttum stað og það er vinnan næstu daga,“ sagði Pavel og horfði á björtu hliðarnar. „Vonandi verður það bara gott [að hafa bikarinn í húsinu] og vonandi kveikir það bara í hungrinu hjá þeim í staðinn fyrir að vekja upp einhvern ótta að þessi bikar sé á leiðinni aftur út úr því húsi. Ég vona að þeir hlaupi útum allan völlinn eins og í dag og horfa svo öðru hvoru á bikarinn, því að þeir vilja sækja hann,“ sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að endingu.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti