Hver á að bera skaðann? Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar 13. maí 2023 08:00 Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Reykjavík Skipulag Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun