Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:43 Morðið var framið á bílastæði í Dallas á miðvikudag. Maðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn síðar um daginn. Vísir/Getty Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof. Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Til ágreinings kom hjá parinu á bílastæði í Dallas á miðvikudag eftir að hún sneri heim frá Colorado þar sem hún fór í þungunarrof. Í greinargerð með handtökuskipun á hendur manninum kemur fram að lögreglan telji að maðurinn hafi verið faðirinn og að hann hafi ekki viljað að konan færi í þungunarrof. Maðurinn reyndi fyrst að taka konuna kverkataki en hún náði að hrista hann af sér. Á upptöku eftirlitsmyndavélar sást hvernig maðurinn dróg upp byssu og skaut konuna í höfuðið. Hann skaut hana nokkrum sinnum til viðbótar þar sem hún lá í jörðinni áður en hann tók til fótanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins, sem er 22 ára gamall, síðar saman dag. Hann er nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um morð, og á ekki möguleika á lausn gegn tryggingu. Hann átti fyrir yfir höfði sér ákæru fyrir að ráðast á náinn aðstandanda í mars. Konan sem var myrt var 26 ára gömul. Talið er að það hafi verið hún sem maðurinn réðst á í mars. Í skýrslu til lögreglu sagði kærandi í því máli að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi ítrekað á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún væri hrædd við manninn þar sem hann hefði hótað fjölskyldu hennar og börnum ofbeldi. Maðurinn sagði lögreglu að konan væri ólétt af barninu hans. Bann í Texas undanfari afnáms réttar til þungunarrofs Texas-ríki bannaði þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í september árið 2021 þrátt fyrir að konur ættu rétt til þess samkvæmt dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna á þeim tíma. Til þess að komast í kringum það skrifuðu repúblikanar í Texas lögin þannig að það væri ekki í höndum yfirvalda að framfylgja lögunum heldur gætu almennir borgarar stefnt þeim sem brytu þau. Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að skerast í leikinn og lögin fengu að taka gildi. Í fyrra sneri svo íhaldssamur meirihluti dómara við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi og sviptu konur stjórnarskrárbundnum rétti til þungunarrofs. Síðan þá hefur fjöldi ríkja bannað þungunarrof svo gott sem alfarið. Konur í þeim ríkjum þurfa þá að leita til annarra ríkja vilji þær komast í þungunarrof.
Skotárásir í Bandaríkjunum Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira