LeBron dró vagninn er Lakers tryggði sér sæti í úrslitum | Miami sendi Knicks í sumarfrí Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 09:31 LeBron James var stigahæsti maður Lakers er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt. Harry How/Getty Images LeBron James skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers er liðið vann öruggan sigur gegn Golden State Warriors í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt. Lokatölur 122-101 og LeBron og félagar eru á leið í úrslit. Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum