Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi.
Hann segir að einnig hafi verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita og að liðsmenn Björgunarfélags Hornafjarðar á Höfn séu á leið á vettvang.
Konan er hluti af hópi skíðafólks og félagar hennar hafa komið henni fyrir í tjaldi, að sögn Ásgeirs. Hann kveðst ekki búa yfir upplýsingum um líðan hennar.