Björgvini Páli leiðist í sumarfríi: „Maður stoppar aldrei á þessum aldri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:00 Björgvin Páll hefur verið lengi að. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, fór heldur fyrr í sumarfrí í ár en hann er vanur. Hann kveðst ekki njóta þess neitt sérstaklega. Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01