Skíðagöngufólkið er fundið Árni Sæberg skrifar 13. maí 2023 23:24 Frá björgunarstörfum á Vatnajökli í nótt. Landsbjörg Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þegar björgunarsveitarfólk kom að þeim stað, þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að fólkið hafi sent viðbragðsaðilum hnit úr staðsetningartæki. Hins vegar virðist svo vera að tæki hópsins noti annað kerfi en Landsbjörg og því tók lengri tíma en ella að staðsetja hópinn. Hann segir að björgunarsveitir víða að af landinum hafi verið kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekki neitt. Hann segir þó að vel hafi farið um fólkið inni í tjaldi og að ekki hafi væst um það uppi á jöklinum. Þó sé veðurspá mjög slæm fyrir nóttina og því hafi mikið púður verið sett í leitina, sem skilaði loks árangri um klukkan 23:45 í kvöld. Björgunarsveitarmenn á snjósleðum tóku þátt í leitinni.Landsbjörg Þiggja líklega far niður af jöklinum Jón Þór segir að nú sé verið að koma slösuðu konunni fyrir í bíl og búa hana til flutnings niður af jöklinum. Hann býr ekki yfir upplýsingum um hvaða leið verður farin niður af jöklinum og veit þar af leiðandi ekki hvar konan endar. Líklegast sé þó að henni verði ekið á Landspítalann. Þá kveðst Jón Þór ekki vita hvað samferðamenn konunnar, sem allir eru spænskumælandi, ætla að gera í framhaldinu. Hann telur þó líklegast að þeir muni þiggja far með björgunarsveitarmönnum niður af jöklinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þegar björgunarsveitarfólk kom að þeim stað, þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að fólkið hafi sent viðbragðsaðilum hnit úr staðsetningartæki. Hins vegar virðist svo vera að tæki hópsins noti annað kerfi en Landsbjörg og því tók lengri tíma en ella að staðsetja hópinn. Hann segir að björgunarsveitir víða að af landinum hafi verið kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekki neitt. Hann segir þó að vel hafi farið um fólkið inni í tjaldi og að ekki hafi væst um það uppi á jöklinum. Þó sé veðurspá mjög slæm fyrir nóttina og því hafi mikið púður verið sett í leitina, sem skilaði loks árangri um klukkan 23:45 í kvöld. Björgunarsveitarmenn á snjósleðum tóku þátt í leitinni.Landsbjörg Þiggja líklega far niður af jöklinum Jón Þór segir að nú sé verið að koma slösuðu konunni fyrir í bíl og búa hana til flutnings niður af jöklinum. Hann býr ekki yfir upplýsingum um hvaða leið verður farin niður af jöklinum og veit þar af leiðandi ekki hvar konan endar. Líklegast sé þó að henni verði ekið á Landspítalann. Þá kveðst Jón Þór ekki vita hvað samferðamenn konunnar, sem allir eru spænskumælandi, ætla að gera í framhaldinu. Hann telur þó líklegast að þeir muni þiggja far með björgunarsveitarmönnum niður af jöklinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37