Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 19:15 Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla segir það hafa komið á óvart þegar undanþágunum vegna nemenda með fötlun var hafnað. Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar.
Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira