„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 21:25 Pavel í kvöld. Vísir/Davíð Már Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum