Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 08:49 Rudy Giuliani var persónulegur lögmaður Donalds Trump og áður borgarstjóri New York. AP/Mary Altaffer Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. Í stefnu Noelle Dunphy gegn Giuliani heldur hún því fram að hún hafi verið almannatengslaráðgafi og markaðsstjóri fyrir hann á árunum 2019 til 2021. Hann hafi lofað að greiða henni milljón dollara á ári en beðið um að bíða með greiðslurnar þar til skilnaður hans við þáverandi eiginkonu hans væri frágenginn. Giuliani hafi aðeins greitt henni brot af upphæðinni. Hún lýsir Giuliani sem drykkjurafti og kvennabósa sem bryður stinningarlyf í stórum stíl. Hann hafi gert þá kröfu að starfi hennar fylgdi að fullnægja kynferðislegum löngunum hans. Dunphy heldur því jafnframt fram að hún eigi hljóðupptökur af Giuliani, sem er 78 ára gamall. Á þeim heyrist hann meðal annars hafa uppi kynferðisleg umæli, krefjast kynlífs og níða konur, aðra kynþætti og gyðinga. AP-fréttastofan segir að lögmenn Dunphy hafi ekki viljað deila upptökunum með fréttamönnum. Þvingaði hana til kynlífs með Trump í símanum Giuliani byrjaði nær samstundis að ganga á Dunphy um kynlíf samkvæmt stefnunni. Hann hafi meðal annars kysst hana í aftursæti jeppa sem þau voru farþegar í á fyrsta vinnudegi hennar. Hann hafi krafist þess að hún fullnægði honum kynferðislega. Hann hafi látið hana klæðast ögrandi klæðnaði og afklæðast á meðan hann var á fjarfundum. Giuliani liked getting blowjobs while on the phone with then President Trump and others because it made him "feel like Bill Clinton." pic.twitter.com/Y3bKpVjlDS— Seth Hettena (@seth_hettena) May 15, 2023 Athæfi Giuliani er lýst ítarlega í stefnunni. Hann er sagður hafa þvingað Dunphy til þess að veita sér munnmök ítrekað á meðan hún vann fyrir hann. Hann hafi oft krafist þess á meðan hann var í símanum á hátalara við þekkta vini og viðskiptavini, þar á meðal Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Dunphy segir að Giuliani hafi sagt sér að þetta léti honum „líða eins og Bill Clinton“. Lögmaður Giuliani hefur áður hafnað þvi alfarið að Dunphy hafi nokkru sinni unnið fyrir hann. Hann útilokar ekki gagnmálsókn á hendur henni. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Í stefnu Noelle Dunphy gegn Giuliani heldur hún því fram að hún hafi verið almannatengslaráðgafi og markaðsstjóri fyrir hann á árunum 2019 til 2021. Hann hafi lofað að greiða henni milljón dollara á ári en beðið um að bíða með greiðslurnar þar til skilnaður hans við þáverandi eiginkonu hans væri frágenginn. Giuliani hafi aðeins greitt henni brot af upphæðinni. Hún lýsir Giuliani sem drykkjurafti og kvennabósa sem bryður stinningarlyf í stórum stíl. Hann hafi gert þá kröfu að starfi hennar fylgdi að fullnægja kynferðislegum löngunum hans. Dunphy heldur því jafnframt fram að hún eigi hljóðupptökur af Giuliani, sem er 78 ára gamall. Á þeim heyrist hann meðal annars hafa uppi kynferðisleg umæli, krefjast kynlífs og níða konur, aðra kynþætti og gyðinga. AP-fréttastofan segir að lögmenn Dunphy hafi ekki viljað deila upptökunum með fréttamönnum. Þvingaði hana til kynlífs með Trump í símanum Giuliani byrjaði nær samstundis að ganga á Dunphy um kynlíf samkvæmt stefnunni. Hann hafi meðal annars kysst hana í aftursæti jeppa sem þau voru farþegar í á fyrsta vinnudegi hennar. Hann hafi krafist þess að hún fullnægði honum kynferðislega. Hann hafi látið hana klæðast ögrandi klæðnaði og afklæðast á meðan hann var á fjarfundum. Giuliani liked getting blowjobs while on the phone with then President Trump and others because it made him "feel like Bill Clinton." pic.twitter.com/Y3bKpVjlDS— Seth Hettena (@seth_hettena) May 15, 2023 Athæfi Giuliani er lýst ítarlega í stefnunni. Hann er sagður hafa þvingað Dunphy til þess að veita sér munnmök ítrekað á meðan hún vann fyrir hann. Hann hafi oft krafist þess á meðan hann var í símanum á hátalara við þekkta vini og viðskiptavini, þar á meðal Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Dunphy segir að Giuliani hafi sagt sér að þetta léti honum „líða eins og Bill Clinton“. Lögmaður Giuliani hefur áður hafnað þvi alfarið að Dunphy hafi nokkru sinni unnið fyrir hann. Hann útilokar ekki gagnmálsókn á hendur henni.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira