Láttu þér líða vel - á safni Inga Þórunn Waage skrifar 16. maí 2023 12:01 Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins er söfn, sjálfbærni og vellíðan. Hugtakið sjálfbærni skýtur iðulega upp kollinum á helstu miðlum landsins og er vissulega gildishlaðið hugtak. Sjálfbærni er hugtak með skírskotun í afleiðingar gjörða okkar sem erum á jarðarkringlunni og hvernig við viljum vera í jafnvægi við náttúru, samfélög og menningu. Sjálfbærni vísar líka í stjórnarhætti sem huga að velferð næstu kynslóða; að ganga úr skugga um að ekki sé gengið á réttindi umhverfisins eða félagsleg réttindi fólks. Við stöndum frammi fyrir miklum breytingum í nútímasamfélögum þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Tækninni er ætlað að auðvelda okkur lífið á vinnumarkaði og halda í félagslegar tengingar. En tæknin getur líka skapað fjarlægð og einangrun og því augljóst að tækninni er ekki ætlað að leysa öll vandamál samtímans. Á sama tíma er nú sem aldrei meira lagt upp úr að rækta mannsandann og hlúa að því sem býr innra með okkur. Í hröðu samfélagi nútímans er nauðsynlegt fyrir alla að eiga sér griðarstað - stað til að stunda íhugun um stöðu okkar á fyrri tímum og í dag. Rannsóknir sýna að söfn eru talin á meðal þeirra opinbera stofnanna sem almenningur, um gjörvallan heim, ber hvað mest traust til.[1] Því er óhætt að halda því fram að söfn hafi gríðarlega mikilvægt hlutverk í að viðhalda heilbrigðum, réttlátum og umhverfismiðuðum samfélögum. Tengsl á milli samfélaga og safna er órjúfanleg og þurfa báðir aðilar að hlúa að velferð hvors annars. Söfn standa vörð um söguna, fortíðina og samtíðina, og eru nauðsynlegur spegill fyrir samfélagið að líta í. Þekking um fyrri tíma gefur samtímanum nauðsynleg viðmið og er liður í að leita svara við spurningum líðandi stundar. Söfn eru ákveðinn griðarstaður samfélagsins sem íbúar geta leitað til, aflað sér þekkingar, beitt gagrýnni hugsun og íhugað. Stofnanir sem eru sjálfbærar og eru leiddar áfram með réttsýni gagnvart fólki og umhverfi stuðla að vellíðan. Vellíðan er eðlileg tilfinning í kjölfar þess að vita að rétt sé farið að hlutunum. Að eyða stund á safni með það hugarfar að geta treyst því sem fyrir augu ber og vita að stofnunin vinni að réttlátum heimsmarkmiðum, vekur óneitanlega góða tilfinningu. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er sérfræðingur við varðveislu og miðlun á Síldarminjasafni Íslands. Heimildir: [1] Aksoy, S. 2019, neðanmálsgrein, ritstj. K., Cummins, A., and Weil, K. Report on a Policy Round Table by EU-LAC-MUSEUMS held at the European Commission offices. Brussel.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun