„Gamla góða Haukamaskínan er vöknuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 09:00 Haukarnir fagna sigri í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Haukar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta með sex marka sigri á Aftureldingu á útivelli í oddaleik. Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira
Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið
Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira