Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2023 10:55 Áhorfendur í þingsal í Raleigh í Norður-Karólínu í gær. Á svölunum voru bæði stuðningsmenn og andstæðingar frumvarpsins. AP/Chris Seward Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins. Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56