Harry og Meghan nærri því að lenda í stórslysi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 14:35 Hjónin voru hætt komin í gærkvöldi að eigin sögn vegna ljósmyndara. EPA Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, segjast hafa verið nálægt því að lenda í stórslysi í gær vegna ljósmyndara sem veittu þeim eftirför í New York þar sem þau yfirgáfu verðlaunahátíð. Meghan tók í gær við verðlaunum á verðlaunahátíðinni Women of Vision þar sem framsýnar konur eru heiðraðar. Meghan tók við verðlaunum og hélt ræðu þar sem hún hvatti aðrar konur til þess að láta sig jafnréttisbaráttu varða. Um var að ræða fyrsta skiptið sem hjónin koma fram saman opinberlega eftir krýningu Karls konungs. Vakti ræða Meghan mikla athygli. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hjónin hafi sent frá sér tilkynningu vegna ljósmyndara sem hafi veitt þeim eftirför að verðlaunahátíðinni lokinni. Segja þau að hurð hafi skollið nærri hælum. „Eftirförin entist í tvær klukkustundir og vorum við ítrekað nærri því að lenda í árekstrum við aðra ökumenn á veginum, gangandi vegfarendur og tvö lögregluþjóna,“ hefur miðillinn eftir tilkynningu hjónanna. Móðir Harry, Díana Bretaprinsessa, lést árið 1997 í bílslysi í París þegar ökumaður bíls hennar missti stjórn á honum á miklum hraða þar sem hann reyndi að komast undan ljósmyndurum sem elt höfðu Díönu á röndum. Harry hefur ítrekað sagt að hann hafi áhyggjur af því að sagan muni endurtaka sig í tilviki fjölskyldu sinnar og eiginkonu sinnar Meghan. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning þeirra af sér og fjölskyldu sinni. Hjónin á leið frá verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. James Devaney/GC Images/Getty Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Bandaríkin Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Meghan tók í gær við verðlaunum á verðlaunahátíðinni Women of Vision þar sem framsýnar konur eru heiðraðar. Meghan tók við verðlaunum og hélt ræðu þar sem hún hvatti aðrar konur til þess að láta sig jafnréttisbaráttu varða. Um var að ræða fyrsta skiptið sem hjónin koma fram saman opinberlega eftir krýningu Karls konungs. Vakti ræða Meghan mikla athygli. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hjónin hafi sent frá sér tilkynningu vegna ljósmyndara sem hafi veitt þeim eftirför að verðlaunahátíðinni lokinni. Segja þau að hurð hafi skollið nærri hælum. „Eftirförin entist í tvær klukkustundir og vorum við ítrekað nærri því að lenda í árekstrum við aðra ökumenn á veginum, gangandi vegfarendur og tvö lögregluþjóna,“ hefur miðillinn eftir tilkynningu hjónanna. Móðir Harry, Díana Bretaprinsessa, lést árið 1997 í bílslysi í París þegar ökumaður bíls hennar missti stjórn á honum á miklum hraða þar sem hann reyndi að komast undan ljósmyndurum sem elt höfðu Díönu á röndum. Harry hefur ítrekað sagt að hann hafi áhyggjur af því að sagan muni endurtaka sig í tilviki fjölskyldu sinnar og eiginkonu sinnar Meghan. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning þeirra af sér og fjölskyldu sinni. Hjónin á leið frá verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. James Devaney/GC Images/Getty
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Bandaríkin Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira