Eigendur eldri bíla gætu þurft að kaupa dýrara bensín Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. maí 2023 22:10 Bensínstöðvar hafa fyllt tanka sína af nýju umhverfisvænna bensíni sem kallast E10. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. Vísir/Vilhelm Bílafloti landsins verður nú knúinn umhverfisvænna bensíni en áður. Fyrir langflesta er þetta engin breyting en fyrir þá sem eiga eldri bíla gæti þetta úthent lengri og dýrari ferðir á bensínstöðvar. Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“ Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“
Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira