Grindavík henti Val út úr Mjólkurbikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 17:09 Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslitin. Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Lengjudeildarlið Grindavíkur gerði sér lítið fyrir í dag og sló Val úr Mjólkurbikarnum í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Origo-vellinum. Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun. Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun.
Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira