Enn til skoðunar hversu margir flettu upp og hversu mörgum var flett upp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 06:45 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hafa borist tvö erindi vegna gruns um þarflausar uppflettingar í lyfjaávísanagátt. Annað atvikið varðar Lyfju en hitt annað apótek. Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“ Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum við fyrirspurnum fréttastofu. Samkvæmt svörunum þá er enn til skoðunar um hversu margar uppflettingar er að ræða, hversu marga starfsmenn umrædda lyfjaverslana er að ræða og hversu mörgum einstaklingum var flett upp. „Embætti landlæknis ber að reka lyfjaávísanagátt og veita lyfsöluleyfishöfum aðgang að henni. Í lyfjaávísanagáttinni geta starfsmenn lyfjaverslana nálgast virkar lyfjaávísanir. Lyfjaávísanagáttin hefur þannig ekki að geyma aðrar upplýsingar en um þær lyfjaávísanir sem einstaklingur á til afgreiðslu hverju sinni, þ.e. ekki er þar að finna upplýsingar um lyfjasögu eða aðrar heilsufarsupplýsingar,“ ítrekar Embætti landlæknis. Þá segir að starfsmenn fái aðgang að lyfjaávísanagátt í gegnum kerfi þeirrar lyfjaverslunar þar sem viðkomandi starfar en allir með aðgang séu bundnir trúnaði. Ekki sé hægt að takmarka birtingu upplýsinga við einstaka starfsmenn eða lyfjaverslanir. „Einnig er það svo að starfsmenn þurfa að geta flett upp lyfjaávísunum til að geta afgreitt þær og einnig til að upplýsa viðskiptavini um það hvort þeir eigi viðkomandi lyf til afgreiðslu eða ekki. Allt miðar þetta að því að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu til þeirra sem þurfa á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda.“ Fréttastofa spurði að því hvort embættið hygðist bregðast við þeirri ábendingu Lyfjastofnunar að skilyrða ætti aðgang að lyfjaávísanagáttinni auðkenningu einstakra notenda. Embætti landlæknis segir heilbrigðisráðuneytið ekki hafa gert kröfu um rekjanleika uppflettinga við setningu núverandi lyfjalaga en embættið leggi til að þessu verði breytt. „Það er hins vegar hlutverk hvers lyfsala, eins og annarra sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar, að tryggja nægilegar og viðeigandi öryggisráðstafnir við meðferð þeirra, þ.m.t. aðgangsstýringar,“ segir embættið. Þá segir í svörum embættisins að málin séu litin alvarlegum augum. „Til skoðunar er að heilbrigðisráðuneyti setji reglugerð sem skerpi enn frekar á þessu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með tilefnislausum uppflettingum þar sem mjög algengt er að starfsmenn lyfjaverslana þurfi að fletta upp í lyfjaávísangátt vegna þjónustu við viðskiptavini án þess að lyf sé afgreitt. Ekki eru til reglur um uppflettingar að öðru leyti en því að starfsmenn lyfsöluleyfishafa hafa undirgengist trúnaðarskyldu og í henni felst að óheimilt er að fletta upp lyfjaávísunum nema það sé nauðsynlegt vegna þjónustu við viðskiptavini. Embætti landlæknis lítur misnotkun eins og uppflettingar að þarfalausu alvarlegum augum. Embættið býr yfir eftirlitsúrræðum þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmenn, s.s. áminningar og í alvarlegum tilfellum sviptingu starfsleyfis. Þá eru einnig ákvæði um trúnað í lyfjalögum sem varða alla starfsmenn, úrræði Lyfjastofnunar ef lyfsöluleyfishafar verða uppvísir að því að fullnægja ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og í persónuverndarlögum er að finna ákvæði sem gera ráð fyrir að einstaklingar sem misfara gróflega með persónuupplýsingar geti sætt ákæru og fangelsisrefsingu. Það er því ljóst að öll misnotkun á aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sem starfsmönnum er treyst fyrir er litin alvarlegum augum ekki eingöngu af embættinu heldur einnig löggjafanum.“
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira