Gæludýraormalyf virka betur fyrir fólk en mannalyf Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. maí 2023 07:01 Um einn og hálfur milljarður manna þjáist af sníkjuormi. Getty Ormalyf fyrir gæludýr virka betur á fólk en þau lyf sem eru ætluð fólki. Meiri peningum er varið í ormalyfjarannsóknir fyrir gæludýr en fólk, en sjúkdómarnir herja aðallega á fólk í þróunarlöndum. Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser. Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser.
Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira