NASA semur við Bezos um tunglfar Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 08:01 Tölvuteiknuð mynd af lendingarfari Blue Origin á tunglinu. Vonast er til að hægt verði að nota það til að lenda mönnum á tunglinu árið 2029. Blue Origin Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa samið við fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, um þróun geimfars sem nota á til að lenda mönnum á tunglinu. Til stendur að nota geimfarið í verkefninu Artemis V, sem á að vera í mannaða tunglending Artemis-áætlunarinnar. Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00
Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29