Miami í góðri stöðu eftir frábæran endasprett Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:30 Jimmy Butler ánægður á svip í leiknum í nótt. Vísir/Getty Miami Heat er komið í lykilstöðu í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum gegn Boston. Liðin leika næst í Miami. Miami hefur komið mörgum á óvart í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar og þurfti að fara í umspil til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þar hefur liðið slegið út topplið Milwaukee Bucks sem og New York Knicks og er nú komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics eftir sex stiga sigur í nótt. Jimmy Butler's 4th-quarter scoring display to lead the Heat to a 2-0 lead is this week s X-Factor Moment!#HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/rI4msXEChn— NBA (@NBA) May 20, 2023 Miami byrjaði betur í leiknum í nótt og náði átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Boston náði þá góðu áhlaupi og kom sér ellefu stigum yfir í öðrum leikhluta. Þá kom áhlaup hjá gestunum sem leiddu 54-50 í hálfleik í TD Garden í Boston. Liðin héldu áhlaupunum áfram í seinni hálfleik. Boston breytti stöðunni úr 62-62 í 79-68 á örfáum mínútum og náði svo tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Jimmy Butler og Grant Williams lenti saman í leiknum í nótt.Vísir/Getty En það var Miami sem átti betri lokakafla. Liðið lauk leiknum með 24-9 áhlaupi og tryggði sér að lokum 111-105 sigur. Miami er þar með komið í 2-0 forystu í einvíginu en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Miami. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en eftir að dæmd var sóknarvilla á Butler í stöðunni 98-96 fyrir Boston tókst Butler að jafna metin í 100-100 og koma liðinu síðan í forystuna. Bam Adebayo setti sömuleiðis mikilvæg stig undir lokin og lauk leiknum með 22 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Miami closes on a 24-9 run They win Game 2 go up 2-0 in the Eastern Conference Finals!BOS/MIA Game 3: Sunday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/7H1RZQJ165— NBA (@NBA) May 20, 2023 Hjá Boston skoraði Jayson Tatum 34 stig og Jaylen Brown kom næstur með 16 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Miami annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:30. NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Miami hefur komið mörgum á óvart í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar og þurfti að fara í umspil til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þar hefur liðið slegið út topplið Milwaukee Bucks sem og New York Knicks og er nú komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics eftir sex stiga sigur í nótt. Jimmy Butler's 4th-quarter scoring display to lead the Heat to a 2-0 lead is this week s X-Factor Moment!#HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/rI4msXEChn— NBA (@NBA) May 20, 2023 Miami byrjaði betur í leiknum í nótt og náði átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Boston náði þá góðu áhlaupi og kom sér ellefu stigum yfir í öðrum leikhluta. Þá kom áhlaup hjá gestunum sem leiddu 54-50 í hálfleik í TD Garden í Boston. Liðin héldu áhlaupunum áfram í seinni hálfleik. Boston breytti stöðunni úr 62-62 í 79-68 á örfáum mínútum og náði svo tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Jimmy Butler og Grant Williams lenti saman í leiknum í nótt.Vísir/Getty En það var Miami sem átti betri lokakafla. Liðið lauk leiknum með 24-9 áhlaupi og tryggði sér að lokum 111-105 sigur. Miami er þar með komið í 2-0 forystu í einvíginu en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Miami. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en eftir að dæmd var sóknarvilla á Butler í stöðunni 98-96 fyrir Boston tókst Butler að jafna metin í 100-100 og koma liðinu síðan í forystuna. Bam Adebayo setti sömuleiðis mikilvæg stig undir lokin og lauk leiknum með 22 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Miami closes on a 24-9 run They win Game 2 go up 2-0 in the Eastern Conference Finals!BOS/MIA Game 3: Sunday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/7H1RZQJ165— NBA (@NBA) May 20, 2023 Hjá Boston skoraði Jayson Tatum 34 stig og Jaylen Brown kom næstur með 16 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Miami annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:30.
NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira