Þróttarar komust yfir með marki á 20. mínútu frá Kostiantyn Iaroshenko.
Forysta heimamanna stóð yfir í rúmar 19 mínútur eða allt þar til Óskar Sigþórsson, leikmaður liðsins varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 39.mínútu.
Sam Hewson kom Þrótturum hins vegar yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu á 79. mínútu áður en Ernest Slupski innsiglaði 3-1 sigur liðsins með marki á þriðju mínútu uppbótatíma.
Úrslitin gera það að verkum að Þróttur Reykjavík situr nú í 5. sæti Lengjudeildarinnar með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.
Ægismenn sitja hins vegar á botni deildarinnar með 1 stig.