70 sm bleikja úr Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 22. maí 2023 08:33 Þykk og flott 70 sm bleikja hjá Nils Folmer Þrátt fyrir að umræðan um minnkandi veiði á bleikju í Þingvallavatni sé fyrirferðarmikil veiðast ennþá vænar bleikjur í vatninu. Það eru fáir veiðimenn sem eru jafn slungnir í að finna stóra fiska, hvort heldur lax eða silung, eins og Nils Folmer. Við hjá Veiðivísi birtum á hverju sumri fréttir af þssum frábæra veiðimanni og þeim tröllvöxnu fiskum sem hann veiðir á hverju ári. Nils var við veiðar á ION svæðinu við Þingvallavatn í gær, nánar til tekið í Þorsteinsvík, og landaði þar bleikju sem er um 70 sm löng og þykk eftir því. Þessar bleikjur sjást reglulega í vatninu á nokkrum stöðum og Þosteinsvíkin er einn af þeim. Nils sagðist hafa séð stærri bleikju en hún féll ekki fyrir flugunni. Veiðin á ION hefur annars gengið ágætlega í vor en minna af 90 sm og stærri fiskum hafa þó sést og merkilegt að engin yfir 86 sm hafi veiðst ennþá. Þeir eru þarna, það er alveg á hreinu og líklega bara tímaspursmál hvenær sá fyrsti í þessari yfirstærð veiðist á þessu tímabili. Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði
Það eru fáir veiðimenn sem eru jafn slungnir í að finna stóra fiska, hvort heldur lax eða silung, eins og Nils Folmer. Við hjá Veiðivísi birtum á hverju sumri fréttir af þssum frábæra veiðimanni og þeim tröllvöxnu fiskum sem hann veiðir á hverju ári. Nils var við veiðar á ION svæðinu við Þingvallavatn í gær, nánar til tekið í Þorsteinsvík, og landaði þar bleikju sem er um 70 sm löng og þykk eftir því. Þessar bleikjur sjást reglulega í vatninu á nokkrum stöðum og Þosteinsvíkin er einn af þeim. Nils sagðist hafa séð stærri bleikju en hún féll ekki fyrir flugunni. Veiðin á ION hefur annars gengið ágætlega í vor en minna af 90 sm og stærri fiskum hafa þó sést og merkilegt að engin yfir 86 sm hafi veiðst ennþá. Þeir eru þarna, það er alveg á hreinu og líklega bara tímaspursmál hvenær sá fyrsti í þessari yfirstærð veiðist á þessu tímabili.
Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði