70 sm bleikja úr Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 22. maí 2023 08:33 Þykk og flott 70 sm bleikja hjá Nils Folmer Þrátt fyrir að umræðan um minnkandi veiði á bleikju í Þingvallavatni sé fyrirferðarmikil veiðast ennþá vænar bleikjur í vatninu. Það eru fáir veiðimenn sem eru jafn slungnir í að finna stóra fiska, hvort heldur lax eða silung, eins og Nils Folmer. Við hjá Veiðivísi birtum á hverju sumri fréttir af þssum frábæra veiðimanni og þeim tröllvöxnu fiskum sem hann veiðir á hverju ári. Nils var við veiðar á ION svæðinu við Þingvallavatn í gær, nánar til tekið í Þorsteinsvík, og landaði þar bleikju sem er um 70 sm löng og þykk eftir því. Þessar bleikjur sjást reglulega í vatninu á nokkrum stöðum og Þosteinsvíkin er einn af þeim. Nils sagðist hafa séð stærri bleikju en hún féll ekki fyrir flugunni. Veiðin á ION hefur annars gengið ágætlega í vor en minna af 90 sm og stærri fiskum hafa þó sést og merkilegt að engin yfir 86 sm hafi veiðst ennþá. Þeir eru þarna, það er alveg á hreinu og líklega bara tímaspursmál hvenær sá fyrsti í þessari yfirstærð veiðist á þessu tímabili. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði
Það eru fáir veiðimenn sem eru jafn slungnir í að finna stóra fiska, hvort heldur lax eða silung, eins og Nils Folmer. Við hjá Veiðivísi birtum á hverju sumri fréttir af þssum frábæra veiðimanni og þeim tröllvöxnu fiskum sem hann veiðir á hverju ári. Nils var við veiðar á ION svæðinu við Þingvallavatn í gær, nánar til tekið í Þorsteinsvík, og landaði þar bleikju sem er um 70 sm löng og þykk eftir því. Þessar bleikjur sjást reglulega í vatninu á nokkrum stöðum og Þosteinsvíkin er einn af þeim. Nils sagðist hafa séð stærri bleikju en hún féll ekki fyrir flugunni. Veiðin á ION hefur annars gengið ágætlega í vor en minna af 90 sm og stærri fiskum hafa þó sést og merkilegt að engin yfir 86 sm hafi veiðst ennþá. Þeir eru þarna, það er alveg á hreinu og líklega bara tímaspursmál hvenær sá fyrsti í þessari yfirstærð veiðist á þessu tímabili.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði