Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 13:59 Tim Scott, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, er afar trúrækinn. Hann vitnar oft í ritninguna á framboðsfundum. AP/Meg Kinnard Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. Scott, sem er 57 ára gamall, er eini svarti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. Hann ætlar að kynna framboð sitt í gamla háskólanum sínum í North-Charleston í Suður-Karólínu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Í framhaldinu ferðast hann til Iowa og New Hampshire, fyrstu ríkjanna sem halda forval á næsta ári. Að mörgu leyti er Scott sagður hefðbundinn repúblikani. Hann vill skera niður ríkisútgjöld og takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi. Þannig hefur hann sagst vilja lögfesta bann við þungunarrofi eftir fimmtándu viku meðgöngu verði hann forseti. Ólíkt flokkssystkinum sínum tók Scott undir sumar kröfur um umbætur hjá lögreglunni í kjölfar drápsins á George Floyd árið 2020. Þó að Scott hafi einstaka sinnum gagnrýnt Trump vegna kynþáttamálefna hefur samband þeirra verið gott. Staða Scott í forvalinu er sterk að því leyti að enginn frambjóðandi til forseta hefur átt eins digra kosningasjóði og hann. Það gerir honum kleift að auglýsa sig grimmt í ríkjunum sem kjósa fyrst í forvalinu. Við ramman reip að draga Eins og sakir standa eru möguleikar Scott og annarra frambjóðenda takmarkaðir. Trump, sem drottnar enn yfir Repúblikanaflokknum þrátt fyrir að hafa leitt hann til ósigra í kosningum eftir að hann náði kjöri sem forseti, lýsti yfir sínu framboði strax eftir þingkosningarnar í haust. Þá er gengið að því sem vísu að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tilkynni um framboð sitt í vikunni. Hann var nánast jafn Trump í skoðanakönnunum á tímabili en aðeins hefur fjarað undan honum upp á síðkastið. Á meðal annarra frambjóðenda eru Nikki Haley, sendiherra Trump við Sameinuðu þjóðirnar og fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, og Asa Hutchinson, ríkisstjóri Arkansas auk nokurra minni spámanna. Hjá demókrötum hafa aðeins tveir frambjóðendur skorað Joe Biden forseta á hólm til þessa. Það eru þau Marianne Williamson, sem bauð sig einnig fram árið 2020 með litlum árangri, og Robert F. Kennedy yngri, samsæriskenningarsinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Scott, sem er 57 ára gamall, er eini svarti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. Hann ætlar að kynna framboð sitt í gamla háskólanum sínum í North-Charleston í Suður-Karólínu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Í framhaldinu ferðast hann til Iowa og New Hampshire, fyrstu ríkjanna sem halda forval á næsta ári. Að mörgu leyti er Scott sagður hefðbundinn repúblikani. Hann vill skera niður ríkisútgjöld og takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi. Þannig hefur hann sagst vilja lögfesta bann við þungunarrofi eftir fimmtándu viku meðgöngu verði hann forseti. Ólíkt flokkssystkinum sínum tók Scott undir sumar kröfur um umbætur hjá lögreglunni í kjölfar drápsins á George Floyd árið 2020. Þó að Scott hafi einstaka sinnum gagnrýnt Trump vegna kynþáttamálefna hefur samband þeirra verið gott. Staða Scott í forvalinu er sterk að því leyti að enginn frambjóðandi til forseta hefur átt eins digra kosningasjóði og hann. Það gerir honum kleift að auglýsa sig grimmt í ríkjunum sem kjósa fyrst í forvalinu. Við ramman reip að draga Eins og sakir standa eru möguleikar Scott og annarra frambjóðenda takmarkaðir. Trump, sem drottnar enn yfir Repúblikanaflokknum þrátt fyrir að hafa leitt hann til ósigra í kosningum eftir að hann náði kjöri sem forseti, lýsti yfir sínu framboði strax eftir þingkosningarnar í haust. Þá er gengið að því sem vísu að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tilkynni um framboð sitt í vikunni. Hann var nánast jafn Trump í skoðanakönnunum á tímabili en aðeins hefur fjarað undan honum upp á síðkastið. Á meðal annarra frambjóðenda eru Nikki Haley, sendiherra Trump við Sameinuðu þjóðirnar og fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, og Asa Hutchinson, ríkisstjóri Arkansas auk nokurra minni spámanna. Hjá demókrötum hafa aðeins tveir frambjóðendur skorað Joe Biden forseta á hólm til þessa. Það eru þau Marianne Williamson, sem bauð sig einnig fram árið 2020 með litlum árangri, og Robert F. Kennedy yngri, samsæriskenningarsinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira