Í umfjöllun BBC kemur fram að Ray hafi verið staddur við tökur á kvikmyndinni Cassino í Ischia á Ítalíu þegar hann lést. Ekki hefur verið greint frá dánaorsök leikarans en einungis fjórir dagar eru í afmælisdag hans, þegar hann hefði orðið 59 ára gamall.
Umfjöllun Hollywood Reporter um andlát leikarans má horfa á hér fyrir neðan:
Sá Malkovich á sviði
Stevenson fæddist á Norður-Írlandi en flutti til Englands þegar hann var átta ára gamall. Hann hefur áður sagt frá því að það hafi haft gífurleg áhrif á sig þegar hann sá John Malkovich á sviði í West End leikhúsinu í London og varð það til þess að hann ákvað að verða leikari.
Ferill Stevenson er gríðarlega langur og hefur leikarinn verið hluti af ótalmörgum sjónvarpsþáttaseríum og kvikmyndum. Hann lék meðal annars riddara í kvikmyndinni King Arthur árið 2004 þar sem Keira Knightley fór með aðalhlutverkið.
Nú síðast lék leikarinn í stóru hlutverki sem illmennið Baylan Skoll í Star Wars þáttaröðinni Ahsoka sem frumsýnd verður í ágúst. Ætlar Lucasfilm að framleiða aðra seríu af þáttunum og höfðu aðdáendur fastlega gert ráð fyrir því að Stevenson yrði hluti af henni. Áður hafði hann talsett persónuna Gar Saxxon í tölvuteiknuðu Star Wars þáttunum Rebels og Clone Wars.