Jokic með sópinn á lofti og LeBron mögulega hættur Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 07:29 Nikola Jokic stóð uppi sem sigurvegari en LeBron James gæti hafa spilað sinn síðasta leik. AP/Ashley Landis Nikola Jokic var að vanda stórkostlegur fyrir Denver Nuggets þegar liðið komst í fyrsta sinn í sögunni í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, með því að sópa LA Lakers út 4-0. LeBron James og félagar í Lakers reyndu allt hvað þeir gátu að halda lífi í einvíginu og voru 73-58 yfir í hálfleik í nótt, en Denver svaraði því með mögnuðum þriðja leikhluta og vann að lokum 113-111. Jokic skoraði síðustu körfu leiksins en þá var enn tími fyrir tvær tilraunir James til að jafna metin, sem báðar klikkuðu. Jokic endaði með 30 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar, og náði þar með þrennu í áttunda sinn í þessari úrslitakeppni. Þannig bætti hann 56 ára gamalt met Wilt Chamblerain yfir flestar þrennur í einni úrslitakeppni. Nikola Jokic that s my signature shot I m joking. But it s the easiest shot to shoot when you just have to shoot. Being off balanced, I ve been off balanced my entire life. pic.twitter.com/tIfa3x7l2c— Jake Shapiro (@Shapalicious) May 23, 2023 Serbinn lét að vanda einnig mikið til sín taka í vörninni en hafði orkuna sem þurfti til að komast framhjá Anthony Davis og skora sigurkörfuna þegar 51 sekúnda var eftir. „Ég held að þess vegna sé úrslitakeppnin svona skemmtileg og spennandi, því manni er alveg nákvæmlega sama hversu þreyttur maður er,“ sagði Jokic. „Manni er sama um mínútur, villur, skot, prósentur. Maður vill bara vinna leiki. Stundum spiluðum við ekki góða vörn en það er hægt að vinna leiki með alls konar hætti,“ sagði Jokic. Nikola Jokic (27.8 PTS, 14.5 REB, 11.8 AST) is the 4th player to average a triple-double in a Conference Finals:Jason Kidd (2001-02 vs. BOS): 17.5 PTS, 11.2 REB, 10.2 ASTMagic Johnson (1982-83 vs. SAS): 17.5 PTS, 10.5 REB, 14 AST*Wilt Chamberlain (1966-67 vs. BOS): 21.6 PPG, pic.twitter.com/hNnDCkaROw— NBA History (@NBAHistory) May 23, 2023 James átti rosalegan fyrri hálfleik og endaði leikinn með 40 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar en það dugði skammt. Hann hrósaði Jokic og Denver-liðinu í hástert eftir leik og sagði það líklega það besta sem hann hefði mætt þau fjögur ár sem hann hefði spilað með Lakers. James náði þeim áfanga í vetur að verða stigahæstur í sögu NBA-deildarinnar og í gærkvöld, rétt eftir að tímabilinu lauk, viðurkenndi hann að mögulega hefði hann spilað sinn síðasta leik á ferlinum. "Just for me personally going forward with the game of basketball, I got a lot to think about."LeBron James on his future(via @NBATV)pic.twitter.com/pu84XhAud3— Sports Illustrated (@SInow) May 23, 2023 „Hvað mig snertir, og framhaldið í körfuboltanum, þá þarf ég að hugsa um margt,“ sagði James á blaðamannafundi áður en hann kvaddi viðstadda, en hann útskýrði mál sitt aðeins betur í samtali við Dave McMenamin hjá ESPN. Þar sagðist hann vera að íhuga hvort hann vildi halda áfram á næstu leiktíð og að hann þyrfti nú að íhuga hvort hann vildi hætta. Denver byrjar sitt fyrsta einvígi um NBA-meistaratitilinn 1. júní og mögulega verða bæði lið þar úthvíld því í kvöld getur Miami Heat sópað Boston Celtics út því staðan í því einvígi er 3-0 Miami í vil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
LeBron James og félagar í Lakers reyndu allt hvað þeir gátu að halda lífi í einvíginu og voru 73-58 yfir í hálfleik í nótt, en Denver svaraði því með mögnuðum þriðja leikhluta og vann að lokum 113-111. Jokic skoraði síðustu körfu leiksins en þá var enn tími fyrir tvær tilraunir James til að jafna metin, sem báðar klikkuðu. Jokic endaði með 30 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar, og náði þar með þrennu í áttunda sinn í þessari úrslitakeppni. Þannig bætti hann 56 ára gamalt met Wilt Chamblerain yfir flestar þrennur í einni úrslitakeppni. Nikola Jokic that s my signature shot I m joking. But it s the easiest shot to shoot when you just have to shoot. Being off balanced, I ve been off balanced my entire life. pic.twitter.com/tIfa3x7l2c— Jake Shapiro (@Shapalicious) May 23, 2023 Serbinn lét að vanda einnig mikið til sín taka í vörninni en hafði orkuna sem þurfti til að komast framhjá Anthony Davis og skora sigurkörfuna þegar 51 sekúnda var eftir. „Ég held að þess vegna sé úrslitakeppnin svona skemmtileg og spennandi, því manni er alveg nákvæmlega sama hversu þreyttur maður er,“ sagði Jokic. „Manni er sama um mínútur, villur, skot, prósentur. Maður vill bara vinna leiki. Stundum spiluðum við ekki góða vörn en það er hægt að vinna leiki með alls konar hætti,“ sagði Jokic. Nikola Jokic (27.8 PTS, 14.5 REB, 11.8 AST) is the 4th player to average a triple-double in a Conference Finals:Jason Kidd (2001-02 vs. BOS): 17.5 PTS, 11.2 REB, 10.2 ASTMagic Johnson (1982-83 vs. SAS): 17.5 PTS, 10.5 REB, 14 AST*Wilt Chamberlain (1966-67 vs. BOS): 21.6 PPG, pic.twitter.com/hNnDCkaROw— NBA History (@NBAHistory) May 23, 2023 James átti rosalegan fyrri hálfleik og endaði leikinn með 40 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar en það dugði skammt. Hann hrósaði Jokic og Denver-liðinu í hástert eftir leik og sagði það líklega það besta sem hann hefði mætt þau fjögur ár sem hann hefði spilað með Lakers. James náði þeim áfanga í vetur að verða stigahæstur í sögu NBA-deildarinnar og í gærkvöld, rétt eftir að tímabilinu lauk, viðurkenndi hann að mögulega hefði hann spilað sinn síðasta leik á ferlinum. "Just for me personally going forward with the game of basketball, I got a lot to think about."LeBron James on his future(via @NBATV)pic.twitter.com/pu84XhAud3— Sports Illustrated (@SInow) May 23, 2023 „Hvað mig snertir, og framhaldið í körfuboltanum, þá þarf ég að hugsa um margt,“ sagði James á blaðamannafundi áður en hann kvaddi viðstadda, en hann útskýrði mál sitt aðeins betur í samtali við Dave McMenamin hjá ESPN. Þar sagðist hann vera að íhuga hvort hann vildi halda áfram á næstu leiktíð og að hann þyrfti nú að íhuga hvort hann vildi hætta. Denver byrjar sitt fyrsta einvígi um NBA-meistaratitilinn 1. júní og mögulega verða bæði lið þar úthvíld því í kvöld getur Miami Heat sópað Boston Celtics út því staðan í því einvígi er 3-0 Miami í vil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti