Saksóknarar á Skáni greina frá þessu í dag, en sænskir fjölmiðlar sögðu frá dauðsfallinu á sunnudag.
Fram kemur að við rannsókn á málinu hafi kviknað grunsemdir um að annað barn hafi valdið því að stúlkan hafi fallið af þaki Kirkjuskólans í Svedala, sem er að finna um tuttugu kílómetra suðaustur af Malmö.
Saksóknarinn Pernilla Nilsson segir lögreglu vera komna með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist, þó að hún geti ekki greint frá því á þessu stigi máls. Hún vill ekki greina frá nákvæmum aldri barnsins sem grunað er um verknaðinn.
Lögreglu barst tilkynning um að barn hefði fallið um tíu metra af þaki íþróttahúss skólans um klukkan 20 á staðartíma á sunnudag.
Reglulega höfðu borist ábendingar um að börn í bænum væru að leik á þaki íþróttahússins.