Helgisagan um þjóðarsátt Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 24. maí 2023 16:02 Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra birti nýverið pistil á Vísi þar sem hann leggur sitt af mörkum við smíðina á goðsögninni um þjóðarsáttina 1990. Frasarnir sem hann notar einkennast af nokkrum helgisögublæ – samhent átak, framfarabraut og hvorki meira né minna en nýtt upphaf þjóðar. Litlu síðar mætti svo hagfræðingur í Vikulok Rásar 1 sem gekk svo langt í trúarlegri upphafningu þjóðarsáttarinnar að það jaðraði við hagfræðilega nýaldarhyggju: „Svona eru peningamálin, ef þú bara ákveður að lækka verðbólguna og allir taka þátt þá nærðu henni niður.“ Tilgangurinn með þessari helgisögusmíð er auðvitað sá að sannfæra launafólk um að það beri mesta ábyrgð á verðbólgunni og að það þjóni hagsmunum þess best að biðja ekki um kjarabætur sem halda í við verðhækkanir. Þannig hverfi verðbólgan eins og dögg fyrir sólu. Ef við horfum hins vegar aftur í tímann og jafnvel út fyrir landsteinana þá áttum við okkur fljótt á því að helgisögusmíðin um þjóðarsátt er sérkennilega mikil einföldun á veruleikanum. Fyrir þeirri fullyrðingu vil ég nefna þrjár ástæður: 1. Verðbólga var á nær stöðugri niðurleið frá 1980 og fram að þjóðarsáttarsamningunum 1990, fyrir utan árið 1983 þegar verðbólgan reyndist sú hæsta sem mælst hefur hér á landi. Árið 1980 var verðbólga 59% en var komin niður í 21% árið 1989, þ.e. ári áður en þjóðarsáttarsamningar voru undirritaðir og hafði þá lækkað um 38 prósentustig. Á jafn löngu tímabili eftir þjóðarsátt, þ.e. frá 1990 til 1999 lækkaði verðbólgan um 13 prósentustig. Þannig náðist þrefalt meiri árangur í að kveða niður verðbólgu á níu ára tímabili fyrir þjóðarsátt en á jafn löngu tímabili eftir hana. Líklega var árangursríkasta ákvörðunin á þessari vegferð vaxtafrelsið 1984 sem tók á þeim verðbólguhvata sem neikvæðir útlánavextir höfðu verið í pólitískt reknu bankakerfi. Um jákvæð áhrif þessa er meðal annars fjallað í nýlegri ævisögur Jóhannesar Nordal, Lifað með öldinni, þar sem segir að frá 1981 til 1991 hafi sparnaður í hagkerfinu tvöfaldast, farið úr 50% af landsframleiðslu í rúmlega 100%. Þessi stóraukni sparnaður hafi stuðlað að betra jafnvægi í hagkerfinu. 2. Eins og sést á myndinni hér að neðan var hækkun verðbólgu á 8. áratugnum alþjóðlegt vandamál og lækkun verðbólgunnar á seinni hluta þess 9. og alls 10. áratugarins var líka alþjóðleg þróun. Olíukreppan á 8. áratugnum er augljós hvati fyrir hækkun verðbólgu á alþjóðavísu en hröð lækkun olíuverðs á seinni hluta 9. áratugarins og alþjóðavæðing framleiðslu og fjármagns á 10. áratugnum eru líklega helstu ástæður lækkunar verðbólgu. Þannig fór meðaltalsverðbólga í þróuðum ríkjum (advanced eonomies) úr því að vera í kringum 12% á 8. áratugnum í um 2% á þeim 10. og fram að þeirri hækkun verðbólgu sem við höfum séð á allra síðustu misserum. 3. Í nýlegri bók Stefáns Ólafssonar, Baráttan um bjargirnar, eru rök færð fyrir því að áhrif þjóðarsáttarinnar hafi verið ofmetin. Hann heldur því fram að breytt gengisstefna, þ.e. aukið gengisaðhald eftir 1990, hafi haft meiri áhrif á að verðbólga lækkaði en hófstilltar launakröfur stéttarfélaga. Þá hafi frá árinu 2001 verið tekið upp verðbólgumarkmið sem fól í sér mikið aðhald gegn gengisfalli og tilheyrandi verðbólgu. Stefán telur að gengi krónunnar sýni fram á þennan árangur en meðalbreyting á raungengi frá 1960 til 1990 hafi verið 1,4% lækkun en frá 1991 til 2020 hafi orðið viðsnúningur með meðaltalshækkun um 0,1% á ári. Þannig hafi breytt gengisstefna verið „meginástæðan fyrir því að verðbólgan komst á mun lægra stig en áratugina þrjá á undan og að úr hinum miklu sveiflum og sviptingum í hagstjórninni dró.“ Það er rannsóknarefni hvernig helgisögur verða til í nútímasamfélagi. Í tilfelli þjóðarsáttarinnar er þó augljóst að þar hafa margir háskólahagfræðingar og stjórnmálamenn og samtök atvinnurekenda haft mest áhrif. Fjölmiðlar hafa síðan endurómað áróðurinn, t.d. þótti fréttamanni Stöðvar 2 óhætt að fullyrða í frétt árið 2018: „Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.“ Fréttastofa RÚV hélt því síðan óhikað fram árið 2020 að það hafi verið „hófleg launahækkun“ þjóðarsáttarsamninganna sem hefði tekist að „hemja verðbólguna og við tóku ár með efnahagslegum stöðugleika.“ En þegar öllu er á botninn hvolft voru það líklega vaxtafrelsið, gengisaðhald, lækkun olíuverðs og alþjóðavæðing framleiðslu og fjármagns sem höfðu mest áhrif á það að hér komst á verðstöðugleiki. Höfundur er með pungapróf í sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra birti nýverið pistil á Vísi þar sem hann leggur sitt af mörkum við smíðina á goðsögninni um þjóðarsáttina 1990. Frasarnir sem hann notar einkennast af nokkrum helgisögublæ – samhent átak, framfarabraut og hvorki meira né minna en nýtt upphaf þjóðar. Litlu síðar mætti svo hagfræðingur í Vikulok Rásar 1 sem gekk svo langt í trúarlegri upphafningu þjóðarsáttarinnar að það jaðraði við hagfræðilega nýaldarhyggju: „Svona eru peningamálin, ef þú bara ákveður að lækka verðbólguna og allir taka þátt þá nærðu henni niður.“ Tilgangurinn með þessari helgisögusmíð er auðvitað sá að sannfæra launafólk um að það beri mesta ábyrgð á verðbólgunni og að það þjóni hagsmunum þess best að biðja ekki um kjarabætur sem halda í við verðhækkanir. Þannig hverfi verðbólgan eins og dögg fyrir sólu. Ef við horfum hins vegar aftur í tímann og jafnvel út fyrir landsteinana þá áttum við okkur fljótt á því að helgisögusmíðin um þjóðarsátt er sérkennilega mikil einföldun á veruleikanum. Fyrir þeirri fullyrðingu vil ég nefna þrjár ástæður: 1. Verðbólga var á nær stöðugri niðurleið frá 1980 og fram að þjóðarsáttarsamningunum 1990, fyrir utan árið 1983 þegar verðbólgan reyndist sú hæsta sem mælst hefur hér á landi. Árið 1980 var verðbólga 59% en var komin niður í 21% árið 1989, þ.e. ári áður en þjóðarsáttarsamningar voru undirritaðir og hafði þá lækkað um 38 prósentustig. Á jafn löngu tímabili eftir þjóðarsátt, þ.e. frá 1990 til 1999 lækkaði verðbólgan um 13 prósentustig. Þannig náðist þrefalt meiri árangur í að kveða niður verðbólgu á níu ára tímabili fyrir þjóðarsátt en á jafn löngu tímabili eftir hana. Líklega var árangursríkasta ákvörðunin á þessari vegferð vaxtafrelsið 1984 sem tók á þeim verðbólguhvata sem neikvæðir útlánavextir höfðu verið í pólitískt reknu bankakerfi. Um jákvæð áhrif þessa er meðal annars fjallað í nýlegri ævisögur Jóhannesar Nordal, Lifað með öldinni, þar sem segir að frá 1981 til 1991 hafi sparnaður í hagkerfinu tvöfaldast, farið úr 50% af landsframleiðslu í rúmlega 100%. Þessi stóraukni sparnaður hafi stuðlað að betra jafnvægi í hagkerfinu. 2. Eins og sést á myndinni hér að neðan var hækkun verðbólgu á 8. áratugnum alþjóðlegt vandamál og lækkun verðbólgunnar á seinni hluta þess 9. og alls 10. áratugarins var líka alþjóðleg þróun. Olíukreppan á 8. áratugnum er augljós hvati fyrir hækkun verðbólgu á alþjóðavísu en hröð lækkun olíuverðs á seinni hluta 9. áratugarins og alþjóðavæðing framleiðslu og fjármagns á 10. áratugnum eru líklega helstu ástæður lækkunar verðbólgu. Þannig fór meðaltalsverðbólga í þróuðum ríkjum (advanced eonomies) úr því að vera í kringum 12% á 8. áratugnum í um 2% á þeim 10. og fram að þeirri hækkun verðbólgu sem við höfum séð á allra síðustu misserum. 3. Í nýlegri bók Stefáns Ólafssonar, Baráttan um bjargirnar, eru rök færð fyrir því að áhrif þjóðarsáttarinnar hafi verið ofmetin. Hann heldur því fram að breytt gengisstefna, þ.e. aukið gengisaðhald eftir 1990, hafi haft meiri áhrif á að verðbólga lækkaði en hófstilltar launakröfur stéttarfélaga. Þá hafi frá árinu 2001 verið tekið upp verðbólgumarkmið sem fól í sér mikið aðhald gegn gengisfalli og tilheyrandi verðbólgu. Stefán telur að gengi krónunnar sýni fram á þennan árangur en meðalbreyting á raungengi frá 1960 til 1990 hafi verið 1,4% lækkun en frá 1991 til 2020 hafi orðið viðsnúningur með meðaltalshækkun um 0,1% á ári. Þannig hafi breytt gengisstefna verið „meginástæðan fyrir því að verðbólgan komst á mun lægra stig en áratugina þrjá á undan og að úr hinum miklu sveiflum og sviptingum í hagstjórninni dró.“ Það er rannsóknarefni hvernig helgisögur verða til í nútímasamfélagi. Í tilfelli þjóðarsáttarinnar er þó augljóst að þar hafa margir háskólahagfræðingar og stjórnmálamenn og samtök atvinnurekenda haft mest áhrif. Fjölmiðlar hafa síðan endurómað áróðurinn, t.d. þótti fréttamanni Stöðvar 2 óhætt að fullyrða í frétt árið 2018: „Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.“ Fréttastofa RÚV hélt því síðan óhikað fram árið 2020 að það hafi verið „hófleg launahækkun“ þjóðarsáttarsamninganna sem hefði tekist að „hemja verðbólguna og við tóku ár með efnahagslegum stöðugleika.“ En þegar öllu er á botninn hvolft voru það líklega vaxtafrelsið, gengisaðhald, lækkun olíuverðs og alþjóðavæðing framleiðslu og fjármagns sem höfðu mest áhrif á það að hér komst á verðstöðugleiki. Höfundur er með pungapróf í sagnfræði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun