Meðlimir Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Björgunarfélags Hornafjarðar komu að aðgerðunum í morgun, þar sem þjóðveginum var lokað frá Skaftafelli að vesta og Jökulsárlóni að austan.
Að öðru leyti var lítið um vandræði vegna hvassviðrisins sem gekk yfir landið í gær og í morgun.
Sjá einnig: Björgunarsveitirnar lausar við útköll í hvassviðrinu
Gular veðurviðvaranir tóku gildi á mest öllu landinu vegna suðvestan hvassvirðis eða storms í gær. Viðvaranirnar á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi eru í gildi til klukkan 15, Austurland að Glettingi til klukkan 14 og Miðhálendi til klukkan 18.


