Segja tímana breytta og kanna sölu á skagfirsku félagsheimilunum Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2023 07:44 Félagsheimilið Ketilás í Fljótum, Árgarður í Steinstaðahverfi, Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð og Héðinsminni í gamla Akrahreppi eru fjögur þeirra tíu félagsheimila sem sveitarfélagið á að hluta eða að fullu. Byggðarráð Skagafjarðar vill kanna hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í félagsheimilum sveitarfélagsins til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. Tímarnir hafi einfaldlega breyst. Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru nú níu félagsheimili, auk Menningarhússins Miðgarðs, og á sveitarfélagið þau ýmist að hluta eða að fullu. Félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Brúnastaðir Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt bókun þar sem allir fulltrúar sögðust sammála um að kanna hvort rétt væri að skoða sölu á hlut sveitarfélagsins í félagsheimilunum. Fram kemur að öll eigi félagsheimilin það sameiginlegt að hafa verið byggð upp til að þjónusta nærsamfélagið sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Félagsheimilið Árgarður í Steinstaðahverfi.Skagafjörður „Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður,“ segir í bókuninni. Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður Þarf að eiga samtal Fram kemur í bókun byggðarráðs að flest þessara félagsheimila hafi á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafi séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. „Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum. Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð. Skagafjörður Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best.“ Fundað um næstu skref Byggðarráð hefur falið starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldinu verði svo fundað með skráðum eigendum um næstu skref, auk þess sem samráð verði haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins. Skagafjörður Menning Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru nú níu félagsheimili, auk Menningarhússins Miðgarðs, og á sveitarfélagið þau ýmist að hluta eða að fullu. Félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Brúnastaðir Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt bókun þar sem allir fulltrúar sögðust sammála um að kanna hvort rétt væri að skoða sölu á hlut sveitarfélagsins í félagsheimilunum. Fram kemur að öll eigi félagsheimilin það sameiginlegt að hafa verið byggð upp til að þjónusta nærsamfélagið sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Félagsheimilið Árgarður í Steinstaðahverfi.Skagafjörður „Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður,“ segir í bókuninni. Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður Þarf að eiga samtal Fram kemur í bókun byggðarráðs að flest þessara félagsheimila hafi á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafi séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. „Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum. Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð. Skagafjörður Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best.“ Fundað um næstu skref Byggðarráð hefur falið starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldinu verði svo fundað með skráðum eigendum um næstu skref, auk þess sem samráð verði haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins.
Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður
Skagafjörður Menning Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent