„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 09:44 Stiginn hefur vakið mikla athygli meðal Breiðhyltinga. Vísir/Vilhelm Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. „Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira