Segja kerfið ekki búið undir fjölgun krabbameinstilvika Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2023 07:24 Krabbameinstilvikum mun fjölga en einnig þeim sem læknast eða lifa með krabbameini. Vísir/Sigurjón Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að setja af stað undirbúning vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar krabbameinstilvika og þeirra sem sigrast á krabbameini eða lifa með krabbameini. Með „krabbameinsáætlun“ sé hægt að forða því að grípa þurfi til neyðarráðstafana. Aðalfundur Krabbameinsfélagsins ályktaði um málið 13. maí síðastliðinn og hvetur til þess að heilbrigðisráðherra skipi ábyrgðaraðila til að vinna að skýrri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun, með teymi sérfræðinga og fulltrúum sjúklinga. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að á komandi árum megi búast við gríðarlegri fjölgun krabbameinstilvika, fyrst og fremst vegna fólksfjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Þannig muni tilvikum fjölga um 28 prósent til ársins 2030 og um 52 prósent til ársins 2040. „Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina mun lifendum einnig fjölga mjög mikið. Gera má ráð fyrir að þeim fjölgi úr 17.000 í dag í 23.000 árið 2030 og að þeir verði rúmlega 30.000 árið 2040. Stækkun lifendahópsins er auðvitað ekki hamfarir heldur miklar framfarir og mikið fagnaðarefni. Aukningin mun hins vegar gera gríðarlega miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins og samfélagsins. Kerfið eins og það er í dag er ekki undir þetta búið og því verður að bregðast við,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ólíkt náttúruhamförum, sem Íslendingar hafi reynslu af, sé ofangreind þróun fyrirsjáanleg. Þess vegna sé ekki þörf á neyðaráætlun til að grípa til þegar byrjar að gjósa, heldur megi með krabbameinsáætlun bregðast við fyrirfram, jafnt og þétt. „Við viljum að árangur á Íslandi sé framúrskarandi, bæði varðandi forvarnir og árangur tengdan krabbameinum, þannig að líf fólks með krabbamein og að lokinni meðferð verði eins gott og mögulegt er,“ segir í tilkynningunni. „Það gildir einu hvort litið er til forvarna, meðferða, endurhæfinga eða þjónustu að lokinni krabbameinsmeðferð, alltaf þarf að vinna gegn ójöfnuði. Viðeigandi þjónusta og úrræði þurfa að vera tiltæk, aðgengileg og hagkvæm fyrir alla notendur. Það er Krabbameinsfélaginu tilhlökkunarefni að vinna með stjórnvöldum á markvissan hátt að því að fækka í hópi þeirra sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta líf fólks með og eftir krabbamein og aðstandenda þess.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Með „krabbameinsáætlun“ sé hægt að forða því að grípa þurfi til neyðarráðstafana. Aðalfundur Krabbameinsfélagsins ályktaði um málið 13. maí síðastliðinn og hvetur til þess að heilbrigðisráðherra skipi ábyrgðaraðila til að vinna að skýrri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun, með teymi sérfræðinga og fulltrúum sjúklinga. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að á komandi árum megi búast við gríðarlegri fjölgun krabbameinstilvika, fyrst og fremst vegna fólksfjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Þannig muni tilvikum fjölga um 28 prósent til ársins 2030 og um 52 prósent til ársins 2040. „Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina mun lifendum einnig fjölga mjög mikið. Gera má ráð fyrir að þeim fjölgi úr 17.000 í dag í 23.000 árið 2030 og að þeir verði rúmlega 30.000 árið 2040. Stækkun lifendahópsins er auðvitað ekki hamfarir heldur miklar framfarir og mikið fagnaðarefni. Aukningin mun hins vegar gera gríðarlega miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins og samfélagsins. Kerfið eins og það er í dag er ekki undir þetta búið og því verður að bregðast við,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ólíkt náttúruhamförum, sem Íslendingar hafi reynslu af, sé ofangreind þróun fyrirsjáanleg. Þess vegna sé ekki þörf á neyðaráætlun til að grípa til þegar byrjar að gjósa, heldur megi með krabbameinsáætlun bregðast við fyrirfram, jafnt og þétt. „Við viljum að árangur á Íslandi sé framúrskarandi, bæði varðandi forvarnir og árangur tengdan krabbameinum, þannig að líf fólks með krabbamein og að lokinni meðferð verði eins gott og mögulegt er,“ segir í tilkynningunni. „Það gildir einu hvort litið er til forvarna, meðferða, endurhæfinga eða þjónustu að lokinni krabbameinsmeðferð, alltaf þarf að vinna gegn ójöfnuði. Viðeigandi þjónusta og úrræði þurfa að vera tiltæk, aðgengileg og hagkvæm fyrir alla notendur. Það er Krabbameinsfélaginu tilhlökkunarefni að vinna með stjórnvöldum á markvissan hátt að því að fækka í hópi þeirra sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta líf fólks með og eftir krabbamein og aðstandenda þess.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira