Viðskipti innlent

Verð­bólga niður í 9,5 prósent

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Verðbólga fer niður um 0,4 prósentustig á milli mánaða.
Verðbólga fer niður um 0,4 prósentustig á milli mánaða. Vísir/Vilhelm

Verð­bólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentu­stig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í til­kynningu frá Hag­stofunni.

Vísi­tala neyslu­verðs var 590,6 stig í maí og hækkar um 0,39 prósent frá því í apríl. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis er 487,8 stig og hækkar um 0,14 prósent á milli mánaða.

Verð á mat- og drykkjar­vörum hækkaði um 0,8 prósent (á­hrif á vísi­töluna 0,12 prósent). Kostnaður vegna bú­setu í eigin hús­næði (reiknuð húsa­leiga) hækkaði um 1,3 prósent (0,25 prósent) en flug­far­gjöld til út­landa lækkuðu hins vegar um 7,0 prósent (-0,15 prósent).

Síðast­liðna tólf mánuði hefur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 9,5 prósent og vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 8,4 prósent.

Vísi­tala neyslu­verðs sam­kvæmt út­reikningi í maí 2023, sem er 590,6 stig, gildir til verð­tryggingar í júlí 2023. Vísi­tala fyrir eldri fjár­skuld­bindingar, sem breytast eftir láns­kjara­vísi­tölu, er 11.661 stig fyrir júlí 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×