Mátti ekki banna börn í Meradölum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 12:17 Lögreglustjóri bannaði börnum yngri en 12 ára að mæta í Meradali í ágúst í fyrra. Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis. Lögreglan tók ákvörðun í ágúst um að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum. Gosstöðvarnar voru því bannaðar börnum yngri en tólf ára og vísaði lögregla til þess að gönguleiðin væri erfið, auk þess sem börn hefðu minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Beita þurfi takmörkunum af varfærni Í áliti umboðsmanns segir meðal annars að víðtækum heimildum lögreglustjóra til þess að takmarka ferðafrelsi borgara þar til hættustigi eða neyðarstigi almannavarna væri lýst yfir þar til því yrði aflýst, verði að beita af varfærni. Ekki megi ganga lengra en þörf er hverju sinni til að afstýra hættu. „Það varð því niðurstaða hans að ótímabundin fyrirmæli lögreglustjóra á þá leið að banna för barna undir 12 ára aldri að gosstöðvunum í Meradölum hefðu, í ljósi þess tíma sem leið frá því að tilkynnt var um þau opinberlega þar til þau voru látin niður falla, ekki samrýmst þeim sjónarmiðum sem ættu við um heimild hans á grundvelli laga um almannavarnir. Í því sambandi benti hann á að ekki varð séð að tekið hefði verið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma.“ Þá tók umboðsmaður fram að það hefði verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að leitast við að kynna umrædd fyrirmæli opinberlega með fréttatilkynningum og birtingu upplýsinga á rafrænum miðlum. Hins vegar benti hann á að það myndi einnig teljast til vandaðra stjórnsýsluhátta að leitast við að kynna fyrir almenningi lok banns með jafn ítarlegum hætti og gert hefði verið við upphaflega ákvörðun, svo sem með sambærilegum tilkynningum til fjölmiðla, en ekki lá fyrir hvort það hefði verið gert. Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglan Grindavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis. Lögreglan tók ákvörðun í ágúst um að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum. Gosstöðvarnar voru því bannaðar börnum yngri en tólf ára og vísaði lögregla til þess að gönguleiðin væri erfið, auk þess sem börn hefðu minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Beita þurfi takmörkunum af varfærni Í áliti umboðsmanns segir meðal annars að víðtækum heimildum lögreglustjóra til þess að takmarka ferðafrelsi borgara þar til hættustigi eða neyðarstigi almannavarna væri lýst yfir þar til því yrði aflýst, verði að beita af varfærni. Ekki megi ganga lengra en þörf er hverju sinni til að afstýra hættu. „Það varð því niðurstaða hans að ótímabundin fyrirmæli lögreglustjóra á þá leið að banna för barna undir 12 ára aldri að gosstöðvunum í Meradölum hefðu, í ljósi þess tíma sem leið frá því að tilkynnt var um þau opinberlega þar til þau voru látin niður falla, ekki samrýmst þeim sjónarmiðum sem ættu við um heimild hans á grundvelli laga um almannavarnir. Í því sambandi benti hann á að ekki varð séð að tekið hefði verið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma.“ Þá tók umboðsmaður fram að það hefði verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að leitast við að kynna umrædd fyrirmæli opinberlega með fréttatilkynningum og birtingu upplýsinga á rafrænum miðlum. Hins vegar benti hann á að það myndi einnig teljast til vandaðra stjórnsýsluhátta að leitast við að kynna fyrir almenningi lok banns með jafn ítarlegum hætti og gert hefði verið við upphaflega ákvörðun, svo sem með sambærilegum tilkynningum til fjölmiðla, en ekki lá fyrir hvort það hefði verið gert.
Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglan Grindavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira