Þetta herma heimildir Vísis. Mbl.is greindi fyrst frá komu hins tvöfalda Eurovision sigurvegara til landsins. Loreen dvelur í miðbæ Reykjavíkur og þó veðrið leiki ekki við söngkonuna má ætla að hún muni njóta dvalarinnar, enda Íslandsvinur mikill.
Loreen hafði áður sagt frá því að hún væri væntanleg til Íslands til þess að starfa með íslenskum tónlistarmanni. Sjálf hefur hún ekki gefið upp hver það er. Hún hefur margsinnis komið til Íslands og hefur áður sagst elska landið.
Ólafur Arnalds hefur hins vegar sjálfur svo gott sem staðfest það en hann tísti myndskeiði af Loreen þar sem hún ræddi verkefnin á Íslandi. Spurði hann fylgjendur sína jafnframt hvað hún væri að fara að gera eftir Eurovision.
Whats Loreen doing after this you ask? #12stig pic.twitter.com/flqQQcppj9
— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) May 13, 2023