Furðar sig á ummælum um mögulegt leikbann Erlings Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 11:30 Pavel Ermolinskij, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, furðar sig á því að Arnar Daði Arnarsson og sérfæðingar Seinni bylgjunnar, hafi velt fyrir sér mögulegu leikbanni Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta, furðar sig á ummælum sérfræðinga Seinni bylgjunnar um mögulegt leikbann Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV í handbolta, eftir leik liðsins gegn Haukum í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í gær. Eins og gefur að skilja var Erlingur ósáttur við ýmislegt eftir sex marka tap sinna manna í gær og lét óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Hann gaf nokkuð augljóslega í skyn að hann væri ósáttur við dómgæsluna í leiknum og virtist beina spjótum sínum að dómaraparinu Antoni Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leiknum og eftir viðtalið voru þeir hálf slegnir. Arnar Daði sagðist skilja reiði Erlings, en velti fyrir sér hvort ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar HSÍ. Verði erfitt fyrir HSÍ að setja Erling ekki í bann Í kjölfarið mætti Arnar Daði svo í settið hjá Seinni bylgjunni til að gera upp leikinn. Þar var viðtalið við Erling að sjálfsögðu rætt og Arnar benti á það að fordæmi séu fyrir því að þjálfarar hafi fengið leikbönn fyrir slík ummæli í garð dómara. „Ég fékk sjálfur leikbann, og meira að segja þriggja leikja bann, fyrir viðtal sem ég fór í hérna þar sem ég tjáði mig bara frá hjartanu um það að mér fannst dómararnir hafa áhrif á það að við höfum ekki unnið leikinn á þeim tíma,“ sagði Arnar Daði og á þá við þegar hann var þjálfari Gróttu. „Þessi ummæli voru talin skekkja ímynd handboltans. Ef þú ert með fordæmi fyrir þessu þá verður mjög erfitt fyrir HSÍ og aganefndina að setja Erling ekki í bann,“ bætti Arnar við. Klippa: Seinni bylgjan ræðir viðtal Erlings Þúsundir séu komin með leikbannsflugu í hausinn sem muni bara stækka Eins og áður segir lagði körfuboltaþjálfarinn Pavel Ermolinskij orð í belg og hann furðar sig á þessari umræðu um mögulegt leikbann á Twitter-síðu sinni. „Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ÍBV í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur,“ ritar Pavel. Arnar Daði var hins vegar fljótur að svara þjálfaranum og biður hann um að horfa aftur á umræðuna til að reyna að skilja hana betur. Hann bendir á að fordæmi séu fyrir leikbanni, en Pavel lítur sem svo á að þarna sé eingöngu verið að reyna að búa til gott og dramatískt sjónvarp. „Ég náði þessu öllu og skil og virði að þú ert að reyna að búa til gott dramatískt sjónvarp. Það er gott. Betra en hitt. Línan er þunn. Meginþorrinn, þúsundir sem að sitja heima og skilja ekki alveg allt eru núna komin með leikbannsflugu í hausinn sem mun bara stækka,“ segir Pavel áður en hann minnir á að þessi umræða gæti haft bein áhrif á næsta leik fái hún að grassera. Samskipti Pavels og Arnars má sjá í Twitter-þræðinum hér fyrir neðan. Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ibv í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur.— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 26, 2023 Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Eins og gefur að skilja var Erlingur ósáttur við ýmislegt eftir sex marka tap sinna manna í gær og lét óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Hann gaf nokkuð augljóslega í skyn að hann væri ósáttur við dómgæsluna í leiknum og virtist beina spjótum sínum að dómaraparinu Antoni Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leiknum og eftir viðtalið voru þeir hálf slegnir. Arnar Daði sagðist skilja reiði Erlings, en velti fyrir sér hvort ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar HSÍ. Verði erfitt fyrir HSÍ að setja Erling ekki í bann Í kjölfarið mætti Arnar Daði svo í settið hjá Seinni bylgjunni til að gera upp leikinn. Þar var viðtalið við Erling að sjálfsögðu rætt og Arnar benti á það að fordæmi séu fyrir því að þjálfarar hafi fengið leikbönn fyrir slík ummæli í garð dómara. „Ég fékk sjálfur leikbann, og meira að segja þriggja leikja bann, fyrir viðtal sem ég fór í hérna þar sem ég tjáði mig bara frá hjartanu um það að mér fannst dómararnir hafa áhrif á það að við höfum ekki unnið leikinn á þeim tíma,“ sagði Arnar Daði og á þá við þegar hann var þjálfari Gróttu. „Þessi ummæli voru talin skekkja ímynd handboltans. Ef þú ert með fordæmi fyrir þessu þá verður mjög erfitt fyrir HSÍ og aganefndina að setja Erling ekki í bann,“ bætti Arnar við. Klippa: Seinni bylgjan ræðir viðtal Erlings Þúsundir séu komin með leikbannsflugu í hausinn sem muni bara stækka Eins og áður segir lagði körfuboltaþjálfarinn Pavel Ermolinskij orð í belg og hann furðar sig á þessari umræðu um mögulegt leikbann á Twitter-síðu sinni. „Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ÍBV í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur,“ ritar Pavel. Arnar Daði var hins vegar fljótur að svara þjálfaranum og biður hann um að horfa aftur á umræðuna til að reyna að skilja hana betur. Hann bendir á að fordæmi séu fyrir leikbanni, en Pavel lítur sem svo á að þarna sé eingöngu verið að reyna að búa til gott og dramatískt sjónvarp. „Ég náði þessu öllu og skil og virði að þú ert að reyna að búa til gott dramatískt sjónvarp. Það er gott. Betra en hitt. Línan er þunn. Meginþorrinn, þúsundir sem að sitja heima og skilja ekki alveg allt eru núna komin með leikbannsflugu í hausinn sem mun bara stækka,“ segir Pavel áður en hann minnir á að þessi umræða gæti haft bein áhrif á næsta leik fái hún að grassera. Samskipti Pavels og Arnars má sjá í Twitter-þræðinum hér fyrir neðan. Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ibv í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur.— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 26, 2023
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn