Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2023 10:44 Útfararstjórinn Randy Lankford hefur játað að hafa stolið fjölda mannslíka sem hann átti að grafa og brenna en gerði ekki. Skjáskot Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. Lögreglan í Jeffersonville í Indiana-fylki hóf rannsókn á Lankford-útfararstofunni, sem Randy Lankford rekur, eftir að henni bárust ábendingar um að sterkur fnykur kæmi frá byggingunni. Við rannsóknina fannst fjöldi líkamsleifa sem höfðu ekki verið geymd í kæli og voru því byrjuð að rotna. Einhver líkanna höfðu verið á stofunni í marga mánuði. Einnig fannst aska af sautján einstaklingum. Fjöldi viðskiptavina hafði tekið heim með sér duftker með ösku sem þau töldu vera af ástvinum sínum en reyndust vera af einhverjum allt öðrum. Á meðan var hin raunverulega aska enn á útfararstofunni eða líkin höfðu hreinlega ekki verið brennd. Gæti fengið langan dóm Saksóknarar hafa ákært Lankford fyrir að uppfylla ekki þá þjónustu sem hann fékk greitt fyrir. Ákæran er í 43 liðum sem snúa allir að þjófnaði og hefur Lankford játað sekt við þeim öllum. Dómari málsins hefur lagt til að Lankford fái tólf ára dóm, þar af fjögur ár í fangelsi og átta í stofufangelsi. Þá er honum gert að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur sem nema rúmlega sex milljónum íslenskra króna. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram 23. júní og hefur Lankford verið settur í stofufangelsi þangað til. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Lögreglan í Jeffersonville í Indiana-fylki hóf rannsókn á Lankford-útfararstofunni, sem Randy Lankford rekur, eftir að henni bárust ábendingar um að sterkur fnykur kæmi frá byggingunni. Við rannsóknina fannst fjöldi líkamsleifa sem höfðu ekki verið geymd í kæli og voru því byrjuð að rotna. Einhver líkanna höfðu verið á stofunni í marga mánuði. Einnig fannst aska af sautján einstaklingum. Fjöldi viðskiptavina hafði tekið heim með sér duftker með ösku sem þau töldu vera af ástvinum sínum en reyndust vera af einhverjum allt öðrum. Á meðan var hin raunverulega aska enn á útfararstofunni eða líkin höfðu hreinlega ekki verið brennd. Gæti fengið langan dóm Saksóknarar hafa ákært Lankford fyrir að uppfylla ekki þá þjónustu sem hann fékk greitt fyrir. Ákæran er í 43 liðum sem snúa allir að þjófnaði og hefur Lankford játað sekt við þeim öllum. Dómari málsins hefur lagt til að Lankford fái tólf ára dóm, þar af fjögur ár í fangelsi og átta í stofufangelsi. Þá er honum gert að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur sem nema rúmlega sex milljónum íslenskra króna. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram 23. júní og hefur Lankford verið settur í stofufangelsi þangað til.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira