Börsungar unnu stórsigur | Atlético Madrid heldur í við nágranna sína Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2023 19:00 Ansu Fati skoraði tvö fyrir Barcelona í dag. David Ramos/Getty Images Níu leikir í næstsíðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu voru leiknir samtímis í dag. Barcelona vann öruggan 3-0 sigur gegn Mallorca og Atlético Madrid getur enn stolið öðru sætinu af nágrönnum sínum í Rea Madrid eftir 2-1 sigur gegn Real Sociedad. Það var Ansu Fati sem kom Börsungum yfir gegn Mallorca strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Gavi. Gestirnir gerðu sér svo enn erfiðara fyrir þegar Amath Ndiaye fékk að líta beint rautt spjald á 14. mínútu leiksins og Mallorca þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Börsungar nýttu sér liðsmuninn og Ansu Fati bætti öðru marki sínu við tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Gavi kom boltanum í netið eftir undirbúning Ousmane Dembele. Niðurstaðan því 3-0 sigur Barcelona sem hefur nú þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn. 🚨 FULL TIME!!!!!!!!!!#BarçaMallorca #FinsAviatSCN pic.twitter.com/4S5L8gojcA— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 28, 2023 Þá vann Atlético Madrid mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Real Sociedad á sama tíma. Antoine Griezmann og Nahuel Molina sáu um markaskorun heimamanna áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir gestina. Atlético Madrid er nú í þriðja sæti deildarinnar með 76 stig þegar ein umferð er eftir af tímabilinu, einu stigi minna en nágrannar þeirra í Real Madrid sem sitja í öðru sæti. Real Sociedad situr hins vegar í fjórða sæti með 68 stig og getur hvorki farið ofar né neðar í lokaumferðinni. Úrslit dagsins Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Það var Ansu Fati sem kom Börsungum yfir gegn Mallorca strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Gavi. Gestirnir gerðu sér svo enn erfiðara fyrir þegar Amath Ndiaye fékk að líta beint rautt spjald á 14. mínútu leiksins og Mallorca þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Börsungar nýttu sér liðsmuninn og Ansu Fati bætti öðru marki sínu við tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski og staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir þegar Gavi kom boltanum í netið eftir undirbúning Ousmane Dembele. Niðurstaðan því 3-0 sigur Barcelona sem hefur nú þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn. 🚨 FULL TIME!!!!!!!!!!#BarçaMallorca #FinsAviatSCN pic.twitter.com/4S5L8gojcA— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 28, 2023 Þá vann Atlético Madrid mikilvægan 2-1 sigur er liðið tók á móti Real Sociedad á sama tíma. Antoine Griezmann og Nahuel Molina sáu um markaskorun heimamanna áður en Alexander Sorloth minnkaði muninn fyrir gestina. Atlético Madrid er nú í þriðja sæti deildarinnar með 76 stig þegar ein umferð er eftir af tímabilinu, einu stigi minna en nágrannar þeirra í Real Madrid sem sitja í öðru sæti. Real Sociedad situr hins vegar í fjórða sæti með 68 stig og getur hvorki farið ofar né neðar í lokaumferðinni. Úrslit dagsins Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol
Almeria 0-0 Real Valladolid Athletic Bilbao 0-1 Elche Atlético Madrid 2-1 Real Sociedad Barcelona 3-0 Mallorca Cadiz 1-0 Celta Vigo Getafe 2-1 Osasuna Girona 1-2 Real Betis Rayo Vallecano 2-1 Villarreal Valencia 2-2 Espanyol
Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira