Stýrði Napoli til langþráðs sigur en hættir samt í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2023 17:45 Luciano Spalletti segist þurfa á fríi að halda. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Luciano Spalletti verður án efa í guðatölu hjá stuðningsfólki Napoli eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann mun þó ekki þjálfa liðið á næstu leiktíð. Hinn 64 ára gamli Spalletti hefur komið víða við á ferli sínum en er hvað frægastur fyrir að stýra Roma, Inter og Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Hann tók við Napoli árið 2021 og hefur nú bundið enda á 33 ára bið félagsins eftir meistaratitli. Þrátt fyrir frábæran árangur á leiktíðinni, þar sem Napoli komst einnig í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hafði Spalletti gefið reglulega í skyn að hann myndi ekki halda áfram sem þjálfari liðsins. Spalletti segir aldurinn einfaldlega vera farinn að segja til sín og nú þurfi hann að hvíla sig. Luciano Spalletti confirms he s set to leave Napoli: Sometimes, you part ways due to too much love. I will not stay, I m leaving. NO way to change my mind . I told the club that I need an year off few weeks ago. I will NOT work at any other club. I ll rest for one year . pic.twitter.com/Cdfpr02V5F— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2023 Það hefur Aurelio De Laurentiis, skrautlegur eigandi félagsins, nú staðfest. Hann gerði það í viðtali við ítölsku sjónvarpsstöðina Rai 3. „Hann er frjáls maður. Ég get aðeins þakkað honum fyrir og óska honum alls hins besta,“ sagði De Laurentiis. They'll never forget Luciano Spalletti in Naples pic.twitter.com/82ERvqDQ5K— GOAL (@goal) May 29, 2023 Napoli mætir Sampdoria í lokaumferð Serie A á sunnudaginn kemur. Með sigri getur liðið brotið 90 stiga múrinn en sem stendur er liðið með 87 stig að loknum 37 umferðum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Hinn 64 ára gamli Spalletti hefur komið víða við á ferli sínum en er hvað frægastur fyrir að stýra Roma, Inter og Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Hann tók við Napoli árið 2021 og hefur nú bundið enda á 33 ára bið félagsins eftir meistaratitli. Þrátt fyrir frábæran árangur á leiktíðinni, þar sem Napoli komst einnig í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hafði Spalletti gefið reglulega í skyn að hann myndi ekki halda áfram sem þjálfari liðsins. Spalletti segir aldurinn einfaldlega vera farinn að segja til sín og nú þurfi hann að hvíla sig. Luciano Spalletti confirms he s set to leave Napoli: Sometimes, you part ways due to too much love. I will not stay, I m leaving. NO way to change my mind . I told the club that I need an year off few weeks ago. I will NOT work at any other club. I ll rest for one year . pic.twitter.com/Cdfpr02V5F— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2023 Það hefur Aurelio De Laurentiis, skrautlegur eigandi félagsins, nú staðfest. Hann gerði það í viðtali við ítölsku sjónvarpsstöðina Rai 3. „Hann er frjáls maður. Ég get aðeins þakkað honum fyrir og óska honum alls hins besta,“ sagði De Laurentiis. They'll never forget Luciano Spalletti in Naples pic.twitter.com/82ERvqDQ5K— GOAL (@goal) May 29, 2023 Napoli mætir Sampdoria í lokaumferð Serie A á sunnudaginn kemur. Með sigri getur liðið brotið 90 stiga múrinn en sem stendur er liðið með 87 stig að loknum 37 umferðum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira